Home Fréttir Í fréttum Hefur engin áhrif á framgang borgarlínu

Hefur engin áhrif á framgang borgarlínu

127
0
Tillagan sem bar nafnið Alda varð hlutskörpust í hönnunarkeppninni um brú yfir Fossvog. Teikning/Alda

Úrsk­urður kær­u­nefnd­ar útboðsmá­la, þar sem kæru arki­tekta­stofu vegna hönn­un­ar­sam­keppni um brú yfir Foss­vog er hafnað, hef­ur eng­in áhrif á fram­gang borg­ar­línu. Enn er unnið sam­kvæmt tíma­áætl­un þar sem gert var ráð fyr­ir að fram­kvæmd­ir við brúna hæf­ust fyr­ir lok þessa árs.

<>

Þetta seg­ir Arn­dís Ósk Arn­alds, for­stöðumaður verk­efna­stofu borg­ar­línu.

Skaðabóta­kröfu hafnað

Arki­tekta­stof­an Úti og inni sf., sem tók þátt í hönn­un­ar­sam­keppni um Foss­vogs­brú, lagði fram kæru til kær­u­nefnd­ar útboðsmá­la, en til­laga stof­unn­ar var ekki val­in á seinna þrepi hönn­un­ar­sam­keppn­inn­ar.

Efla verk­fræðistofa fór með sig­ur af hólmi í sam­keppn­inni.

Ýmsar at­huga­semd­ir voru gerðar í kær­unni vegna fram­kvæmd­ar og ákv­arðana í tengsl­um við sam­keppn­ina. Meðal ann­ars voru gerðar at­huga­semd­ir við skip­an dóm­nefnd­ar og hæfis­nefnd­ar í tengsl­um við sam­keppn­ina. Arki­tekta­stof­an taldi nefnd­ar­menn vera van­hæfa vegna meintra tengsla við sig­ur­veg­ara keppn­inn­ar, að því er kem­ur fram í úr­sk­urðinum.

„Kær­u­nefnd taldi að ekki hefði verið sýnt fram á með nein­um hald­bær­um hætti að brotið hefði verið gegn lög­um nr. 120/​2016 og hafnaði því þar af leiðandi að veita álit á skaðabóta­skyldu varn­araðila,“ seg­ir þar einnig.

Gert er ráð fyr­ir um­ferð gang­andi og hjólandi og borg­ar­línu í miðjunni. Teikn­ing/​Alda

Skipu­lags­mál­in skoðuð

Fram kom í skýrslu fé­lags­ins Betri sam­göng­ur ohf. fyrr á ár­inu að fyrstu fram­kvæmd­ir fyr­ir lotu 1 vegna borg­ar­línu ættu að hefja á seinni helm­ingi þessa árs með fyll­ingu und­ir Foss­vogs­brúna.

Spurð út í þær fram­kvæmd­ir seg­ir Arn­dís Ósk að verið sé að skoða þær í sam­starfi við sveit­ar­fé­lög­in, meðal ann­ars í tengsl­um við skipu­lags­mál. „Við bjóðum út um leið og það er til­búið,“ seg­ir hún.

Í skýrsl­unni var jafn­framt talað um að útboð við bygg­ingu brú­ar­inn­ar færi fram um mitt næsta ár og að brú­in yrði full­byggð og til­bú­in í lok árs 2024.

„Við eig­um eft­ir að upp­færa tíma­áætlan­ir en enn sem komið er erum við að fylgja nú­ver­andi tíma­áætl­un,“ bæt­ir Arn­dís Ósk við.

Foss­vogs­brú mun tengja sam­an Reykja­vík og Kópa­vog og nýt­ast gang­andi, hjólandi um­ferð, strætó og borg­ar­línu. Fram­kvæmd­irn­ar vegna land­fyll­ing­ar­inn­ar hefjast Kópa­vogs­meg­in.

Heimild: Mbl.is