Home Fréttir Í fréttum Vinna úr gögnum vegna eldsvoða

Vinna úr gögnum vegna eldsvoða

118
0
Tjónið af völdum eldsvoðans var mikið. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Niðurstaða ligg­ur ekki fyr­ir um upp­tök elds­voðans sem varð í þvotta- og versl­un­ar­hús­næði Vasks á Eg­ils­stöðum í lok sept­em­ber.

<>

„Þetta er í vinnslu ennþá. Tækni­deild lög­regl­unn­ar og Mann­virkja­stofn­un eru að vinna úr gögn­um og niðurstaða ligg­ur ekki fyr­ir ennþá,“ seg­ir Kristján Ólaf­ur Guðna­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Aust­ur­landi.

At­vinnu­hús­næðið hýsti bæði efna­laug og versl­un sem seldi alls kyns vör­ur og fatnað og því var elds­mat­ur­inn mik­ill.

Eng­an sakaði í brun­an­um.

Heimild: Mbl.is