Home Fréttir Í fréttum Sögufrægt hús í endurnýjun lífdaga

Sögufrægt hús í endurnýjun lífdaga

256
0
Hafnarstræti 18. Hið endurreista glæsihús fellur vel inn í götumyndina og setur mikinn svip á hana til framtíðar. Suðurhús ehf. er eigandi hússins og stóð fyrir endurbótum og breytingum. Feðginin Páll V. Bjarnason og Ólöf Pálsdóttir, arkitektar hjá P ARK teiknistofu sf., hönnuðu breytingarnar. mbl.is/Árni Sæberg

End­ur­bygg­ing hins sögu­fræga og friðaða húss Hafn­ar­stræti 18 í Reykja­vík er á loka­metr­un­um. Verk­efnið hófst í nóv­em­ber 2018 og hef­ur því staðið yfir í fjög­ur ár. Húsið var afar illa farið og ekk­ert annað í stöðunni en að rífa það og end­ur­byggja. Ljóst er að húsið verður mik­il götuprýði.

<>

Tæki­færið var notað til að lyfta hús­inu upp um 90 cm og byggja nýja viðbygg­ingu sunn­an við það. Gaml­ir skúr­ar voru rifn­ir. Nokkr­ar ástæður voru tald­ar mæla með hækk­un húss­ins. Það er áber­andi lægst í um­hverf­inu og talið sóma sér mun bet­ur ef því væri lyft.

Und­ir aust­ari hluta húss­ins er um 100 m2 hlaðinn kjall­ari sem er lík­lega upp­runa­leg­ur frá 1795. Húsið var tekið niður og byggður kjall­ari und­ir það allt. Það var síðan end­ur­smíðað með upp­runa­leg­um aðferðum og þeim gömlu grind­ar­viðum sem nýt­an­leg­ir voru. Húsið var 680 fer­metr­ar en verður eft­ir breyt­ing­una 1.020 fer­metr­ar.

Svona leit húsið út þegar ráðist var í niðurrif þess árið 2018. mbl.is/​sisi

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu sem kom út 5. nóv­em­ber.

Heimild: Mbl.is