Home Fréttir Í fréttum Þúsundir fermetra ónotaðar

Þúsundir fermetra ónotaðar

171
0
Á næstunni mun verslunin K-Market væntanlega opna dyr sínar fyrir íbúunum í Valshverfinu. Leyfi liggur fyrir hjá borgaryfirvöldum. mbl.is/sisi

„Raun­veru­leik­inn er engu að síður sá að þúsund­ir fer­metra af at­vinnu­hús­næði standa enn auðar á jarðhæðum hverf­is­ins og virðist lítið bóla á breyt­ing­um í þeim efn­um.“

<>

Þetta seg­ir orðrétt í bók­un íbúaráðs Miðborg­ar og Hlíða frá 27. októ­ber, þegar fram fór umræða í ráðinu um nærþjón­ustu í Vals­hverf­inu á Hlíðar­enda.

Í þessu hverfi hef­ur verið gíf­ur­leg upp­bygg­ing á und­an­förn­um árum. Í öll­um hús­un­um eru íbúðir á efri hæðum og á jarðhæð margra þeirra er at­vinnu­hús­næði.

Þegar gengið er um hverfið má sjá mörg hundruð lengd­ar­metra af óinn­réttuðu at­vinnu­hús­næði. Búið er að opna hársnyrti­stofu, vefnaðar­vöru­búð og fæðing­ar­heim­ili.

Auðvelt að sækja versl­un og þjón­ustu

Á meðal þeirra skýr­inga sem borist hafa íbúaráðinu eru þær að áhuga­sam­ir aðilar séu ef­ins um að hefja starf­semi í hverf­inu sök­um bíla­stæðaskorts fyr­ir viðskipta­vini, seg­ir í bók­un íbúaráðsins.

„Hverfið er þó hannað til þess að auðvelt verði fyr­ir bæði íbúa hverf­is­ins og nær­liggj­andi hverfa að sækja þar versl­un og þjón­ustu.

Eft­ir­spurn­in er svo sann­ar­lega til staðar nú þegar íbúa­fjöldi hverf­is­ins er orðinn meiri en í mörg­um bæj­ar­fé­lög­um um land allt.

Jafn­framt hef­ur verið bent á að aðgengi til að koma vör­um fyr­ir í versl­un­inni sé ekki nægi­legt – en engu að síður virðist það vel ger­legt fyr­ir versl­an­ir í Þing­holt­um og víða ann­ars staðar í miðbæ Reykja­vík­ur,“ seg­ir orðrétt.

Heimild: Mbl.is