Home Fréttir Í fréttum Nágrannar ósáttir við níu íbúða hús

Nágrannar ósáttir við níu íbúða hús

182
0
Húsið við Skólabraut 10 verður stækkað og þar gerðar níu íbúðir nái áformin fram að ganga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum ósátt við það hversu bratt var farið í þessu máli og eins hvernig bæj­ar­yf­ir­völd hafa farið með það,“ seg­ir Sig­urður E. Guðmunds­son, íbúi við Skóla­braut á Seltjarn­ar­nesi.

<>
Við enda Skóla­braut­ar blas­ir við Val­húsa­skóli og í hinum end­an­um er Mýr­ar­húsa­skóli. Mitt á milli er svo tón­list­ar­skóli og íbúðir aldraðra. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Bæj­ar­yf­ir­völd hafa gefið grænt ljós á að húsi á lóðinni Skóla­braut 10 verði breytt. Þar hef­ur um ára­tuga­skeið verið rekið sam­býli en húsið var ný­lega selt og til stend­ur að breyta fast­eign­inni í níu íbúða fjöl­býl­is­hús. Ná­grann­ar eru ósátt­ir við þessi áform. Þeir telja þau bæði of um­fangs­mik­il og að kynn­ingu hafi verið ábóta­vant.

Heimild: Mbl.is