Home Fréttir Í fréttum Kald­bakur kaupir Lands­banka­húsið á Akur­eyri

Kald­bakur kaupir Lands­banka­húsið á Akur­eyri

162
0
Kaupverð Landsbankahússins var 685 milljónir króna. Mynd/Samherji

Fjár­festinga­fé­lagið Kald­bakur hefur fest kaup á Lands­banka­húsinu sem aug­lýst var til sölu í októ­ber. Sjö til­boð bárust og var til­boð Kald­baks hæst, en það var 685 milljónir króna.

<>

Til­kynnt var um kaupin á heima­síðu Sam­herja. Í henni kemur fram að Lands­banka­húsið sé 2400 fer­metrar og það hafi fyrst verið tekið í notkun árið 1954.

„Lands­banka­húsið stendur í hjarta mið­bæjarins og er sögu­lega í stóru hlut­verki. Kald­bakur vill leggja sitt að mörkum til að varð­veita húsið og glæða það lífi til fram­tíðar,“ segir Ei­ríkur S. Jóhanns­son fram­kvæmda­stjóri fjár­festinga­fé­lags Kald­baks.

„Kaupin á Lands­banka­húsinu veitir Kald­baki kær­komið tæki­færi til að taka þátt í upp­byggingu mið­bæjarins og styrkja þannig mikil­vægt hlut­verk Akur­eyrar. Þess vegna er um að ræða góða fjár­festingu sem er jú megin á­stæða þessara kaupa,“ segir hann.

Lilja Björk Einars­dóttir banka­stjóri Lands­bankans segir þrjá­tíu manns starfa í úti­búi Lands­bankans í dag en þrátt fyrir að úti­búið sé stórt og öflugt sé það of stórt fyrir starf­semina.

„Okkur líst því vel á á­form nýrra eig­enda um að glæða húsið nýju lífi og mögu­leikarnir eru svo sannar­lega til staðar. Við munum vera á­fram í húsinu um tíma en erum farin að líta í kringum okkur eftir nýju hús­næði í bænum þar sem við munum á­fram veita við­skipta­vinum okkar á Akur­eyri og ná­grenni fram­úr­skarandi banka­þjónustu,“ segir Lilja.

Fyrstu til­lögu­upp­drætti að húsinu gerði Guð­jón Samúels­son en að honum látnum tók Bárður Ís­leifs­son við og gerði hann eftir það alla upp­drætti. Bárður gerði einnig teikningar að mögu­legri við­byggingu á austur­hlið hússins sem ekki reis.

Heimild: Frettabladid.is