Home Fréttir Í fréttum „Grænt“ hús rís við Frakkastíg

„Grænt“ hús rís við Frakkastíg

261
0
Lóðin sem um ræðir er á horni Frakkastígs og Skúlagötu. Fjær má sjá Franska spítalann, sem er friðað hús, byggt árið 1902. mbl.is/sisi

Nú hill­ir und­ir að bygg­ing­ar­fram­kvæmd­ir hefj­ist á lóðinni Frakka­stíg 1. Lóðin er beint fyr­ir neðan Franska spít­al­ann svo­nefnda, sem er friðað hús, byggt árið 1902 sem spít­ali fyr­ir franska sjó­menn.

<>

Um­rædd lóð, á horni Frakka­stígs og Skúla­götu, komst í frétt­irn­ar fyr­ir nokkr­um miss­er­um þegar íbú­ar í ná­grenn­inu og Íbúa­sam­tök miðborg­ar­inn­ar mót­mæltu því að há­hýsi yrði reist þar.

Borg­ar­yf­ir­völd tóku mót­mæl­in ekki til greina að öðru leyti en því að húsið var lækkað úr átta hæðum í sjö og verða efstu hæðirn­ar inn­dregn­ar.

Svona sjá arki­tekt­arn­ir fyr­ir sér út­lit ný­bygg­ing­ar­inn­ar. Horft er niður Frakka­stíg í átt til Esj­unn­ar. Tölvu­mynd/​Lenda­ger/​SAP arki­tekt­ar

Fyrr á þessu ári óskuðu Leigu­íbúðir ehf. eft­ir leyfi til að flytja fjög­ur eldri hús á lóðina. Því var hafnað af Reykja­vík­ur­borg með þeim rök­um að lóðin væri hluti af Græna plan­inu og væri í út­hlut­un­ar­ferli.

Heimild: Mbl.is