
Nú hillir undir að byggingarframkvæmdir hefjist á lóðinni Frakkastíg 1. Lóðin er beint fyrir neðan Franska spítalann svonefnda, sem er friðað hús, byggt árið 1902 sem spítali fyrir franska sjómenn.
Umrædd lóð, á horni Frakkastígs og Skúlagötu, komst í fréttirnar fyrir nokkrum misserum þegar íbúar í nágrenninu og Íbúasamtök miðborgarinnar mótmæltu því að háhýsi yrði reist þar.
Borgaryfirvöld tóku mótmælin ekki til greina að öðru leyti en því að húsið var lækkað úr átta hæðum í sjö og verða efstu hæðirnar inndregnar.

Fyrr á þessu ári óskuðu Leiguíbúðir ehf. eftir leyfi til að flytja fjögur eldri hús á lóðina. Því var hafnað af Reykjavíkurborg með þeim rökum að lóðin væri hluti af Græna planinu og væri í úthlutunarferli.
Heimild: Mbl.is