Home Fréttir Í fréttum Þúsundir fermetra af atvinnuhúsnæði auðir í nýju hverfi

Þúsundir fermetra af atvinnuhúsnæði auðir í nýju hverfi

373
0
Mynd: Reykjavíkurborg - RÚV
Þúsundir fermetra af atvinnuhúsnæði standa auðir á jarðhæðum í nýju hverfi á Hlíðarenda í Reykjavík. Í bókun íbúaráðs miðborgar og Hlíða er skorað á áhugasama verslunareigendur og þjónusturekendur að taka af skarið og anna eftirspurn íbúa.

Meðal þeirra skýringa sem íbúaráðið segist hafa fengið frá áhugasömum aðilum er að þeir séu efins um að hefja starfsemi í hverfinu sökum bílastæðaskorts fyrir viðskiptavini.

<>

Ráðið bendir þó á að hverfið hafi verið hannað með það fyrir augum að auðvelt yrði fyrir íbúa þar og í nærliggjandi hverfun að sækja verslun og þjónustu fótgangandi.

En góðir hlutir gerast hægt. Fyrsta matvöruverslunin í hverfinu verður opnuð á næstu dögum. Það er verslunin OK Market á horni Hlíðarfótar og Haukahlíðar.

Heimild: Ruv.is