Home Fréttir Í fréttum Hús íslenskra ríkisfjármála tekið í notkun á nýju ári

Hús íslenskra ríkisfjármála tekið í notkun á nýju ári

182
0
Nýja húsið er alls um 11.705 fermetrar á níu hæðum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Veru­lega er farið að stytt­ast í af­hend­ingu skrif­stofu­bygg­ing­ar­inn­ar í Katrín­ar­túni 6 við Höfðatorg. Þar verða Skatt­ur­inn og Fjár­sýsla rík­is­ins til húsa næstu ára­tug­ina hið minnsta. Í til­kynn­ingu á heimasíðu Fram­kvæmda­sýsl­unn­ar-rík­is­kaupa(FSRE) er bygg­ing­in kölluð Hús ís­lenskra rík­is­fjár­mála.

<>

Upp­steypu húss­ins lauk fyrr á þessu ári og nú er unnið að raf­lögn­um, tækni­kerf­um og upp­setn­ingu léttra veggja á hæðunum níu sem húsið tel­ur, að því er fram kem­ur á heimasíðu FSRE. Húsið verður til­búið til notk­un­ar fljót­lega á nýju ári. Und­ir hús­inu er tveggja hæða bíla­kjall­ari.

Bygg­ing­in er alls um 11.705 fer­metr­ar. Skatt­ur­inn mun hafa yfir í 9.705 fer­metr­um að ráða, en Fjár­sýsl­an 2.000 fer­metr­um.

Um­fjöll­un­ina í heild sinni má nálg­ast í Morg­un­blaðinu sem kom út á laug­ar­dag­inn.

Heimild: Mbl.is