Home Fréttir Í fréttum Á næstu fimm árum munu 3 ný hjúkrunarheimili rýsa

Á næstu fimm árum munu 3 ný hjúkrunarheimili rýsa

112
0
Hjúkrunarheimilið Eskifirði

 

<>

Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir hefur fallist á framkvæmdaáætlun heilbrigðisráðherra, sem felur í sér byggingu þriggja nýrra hjúkrunarheimilia, eða 214 hjúkrunarrými, á næstu fimm árum. Áætlaður heildarkostnaður framkvæmdanna nemur 5,5 millljörðum króna.

Velferðarráðuneytið undirbjó á síðasta ári áætlun um uppbyggingu nýrra hjúkrunarheimila með fjölgun hjúkrunarrýma, þar sem þörf fyrir uppbyggingu er brýnust. Framkvæmdasýsla ríkisins vann frumathugun á áætluninni sem lá fyrir um miðjan júlí og var hún í beinu framhaldi send fjármálaráðuneytinu til umfjöllunar. Líkt og verklagsreglur kveða á um, fékk samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir áætlunina til afgreiðslu og staðfesti hún áætlunina við velferðarráðuneytið 19. desember sl.

“Fyrsta skrefið” segir heilbrigðisráðherra

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segist afar ánægður með að geta loksins kynnt framkvæmdaáætlun um byggingu hjúkrunarheimila með umtalsverðri fjölgun rýma þar sem þörfin er brýnust: „Þetta er fyrsta skrefið í áætlunargerð sem ég mun að sjálfsögðu vinna með áfram í samræmi við skynsamlega forgangsröðun og þörf fyrir frekari uppbyggingu á landsvísu.“

204 ný hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinuSamkvæmt áætluninni verða byggð tvö ný hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu, annað í Reykjavík og hitt í Kópavogi. Gengið verður til viðræðna við forsvarsmenn bæjarfélaganna tveggja um fyrirhugaða uppbygginu á næstunni. Á hjúkrunarheimilinu sem áformað er að byggja í Reykjvík verða 100 hjúkrunarrými en 64 á heimilinu í Kópavogi. Til viðbótar þessum rýmum má geta þess að framkvæmdir standa yfir við byggingu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi með 40 rýmum. Stefnt er að því að taka það í notkun á næsta ári.

50 hjúkrunarrými á Árborgarsvæðinu

Áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma miðast við að reist verði hjúkrunarheimili með 50 rýmum á Árborgarsvæðinu. Að hluta til leysa þessi rými af hólmi eldri rými á svæðinu þar sem markmiðið er að bæta aðbúnað aldraðra en 15 rýmanna verða hrein viðbót við fjölda hjúkrunarrýma á svæðinu.

Fjármögnun fyrirhugaðra framkvæmda

Hjúkrunarheimili sem byggð hafa verið á síðustu árum hafa flest verið fjármögnuð með svokallaðri leiguleið þar sem sveitarfélögin standa að og fjármagna framkvæmdir en framlag ríkisins felst í leigugreiðslum sem telst ígildi stofnkostnaðar. Áætlunin sem hér er kynnt byggist aftur á móti á hefðbundinni fjármögnunarleið þar sem 40% stofnkostnaðar rennur úr Framkvæmdasjóði aldraðra, ríkissjóður greiðir að hámarki 45% og sveitarfélögin að lágmarki 15%. Áætlaður heildarkostnaður við uppbyggingu hjúkrunarheimilanna þriggja nemur 5,5 milljörðum króna.

Fleiri framkvæmdir í undirbúningi

Í Hafnarfirði hefur verið tekin ákvörðun um að byggja nýtt hjúkrunarheimili á lóð Sólvangs, samkvæmt svokallaðri leiguleið. Þau rými munu bæta mjög aðbúnað þeirra sem búa á gamla Sólvangsheimilinu.

Á Suðurlandi standa yfir framkvæmdir vegna byggingar nýrrar hjúkrunarálmu við hjúkrunarheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli og Lund á Hellu. Þær nýkvæmdir munu einnig bæta mjög aðbúnað þeirra sem búa á þessum heimilum.

Samtals 404 hjúkrunarrými

Framkvæmdum við byggingu þriggja nýrra hjúkrunarheimila lauk á liðnu ári, með samals 70 hjúkrunarrýmum, þ.e. á Egilsstöðum (30), Bolungarvík (10) og Ísafirði (30). Þessi heimili hafa öll verið tekin í notkun. Þegar saman eru talin þessi rými og ný rými sem þegar liggur fyrir að verði byggð, líkt og rakið hefur verið hér að framan, liggur fyrir að með þessum nýframkvæmdum rísa heimili víðsvegar á landinu með samtals 404 hjúkrunarrýmum.