Home Fréttir Í fréttum Nýtt húsnæði tekið í notkun hjá Útgerðarfélags Akureyringa

Nýtt húsnæði tekið í notkun hjá Útgerðarfélags Akureyringa

137
0

Í nóvember sl.hófst starfssemi í nýju húsnæði Útgerðarfélags Akureyringa. Eitt ár leið frá því ákveðið var að rífa gamla bragga og reisa hið nýja húsnæði, þar til það var tilbúið til notkunar. Frá þessu er greint á vef Samherja.  „Nýja húsnæðið er mjög góð viðbót við vinnsluna hér. Húsnæðið er hannað til að mæta ýtrustu kröfum fyrir framtíðar fiskvinnslu. Það er hátt til lofts og vítt til veggja. Í húsinu eru nýjar sjálfvirkar pökkunarlínur fyrir bæði ferskar og frosnar afurðir auk hitastýrðs afgreiðslurýmis sem bættir vörumeðhöndlun til muna. Það er mikið af nýjum tækjabúnaði sem tekur tíma að stilla saman og læra á, en starfsfólkið hefur verið mjög jákvætt og ákveðið í að láta hlutina ganga” segir Gestur Geirsson, framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja á heimasíðu fyrirtækisins.

<>

Þann 20.desember var styrkveitingarathöfn Samherjasjóðsins haldin í nýja húsinu og bæjarbúum var gefinn kostur á að skoða nýju vinnsluna. Við það tilefni sagðist Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja á margan hátt sáttur við árið sem er að líða. „Með þessari nýju byggingu, samhliða breytingum á vinnslunni, förum við í stórum skrefum inn í breytta framtíð þar sem möguleikar okkar til að þjóna viðskiptavinum okkar með fjölbreyttari afurðir eru orðnir mun meiri en áður.”

Heimild: Vikudagur.is