Home Fréttir Í fréttum Fyrsta skóflustunga að nýju veiðihúsi

Fyrsta skóflustunga að nýju veiðihúsi

563
0
Finnur og Esther formaður tilbúin í fyrstu skóflustunga. Stærri verkfæri biðu álengdar. Peysurnar eru í stíl. Heimaprjónaðar með laxamynstri. Ljósmynd/Stóra

Fram­kvæmd­ir við nýtt veiðihús fyr­ir neðra svæðið í Stóru – Laxá í Hrepp­um hóf­ust með form­leg­um hætti í gær. Þá tóku Esther Guðjóns­dótt­ir, formaður veiðifé­lags­ins og Finn­ur B. Harðar­son, land­eig­andi og full­trúi leigu­taka fyrstu skóflu­stung­una að nýja hús­inu.

<>

Gert er ráð fyr­ir að húsið verði komið í gagnið fyr­ir næsta veiðitíma­bili. Húsið er flutt inn í ein­ing­um frá Svíþjóð er stefnt að því að öll und­ir­bún­ings­vinna verði kláruð fyr­ir mars á næsta ári þegar von er á gámun­um.

Land­eig­end­ur og leigu­tak­ar voru viðstadd­ir. Hér sér upp að nú­ver­andi veiðihúsi frá staðsetn­ing­unni sem val­in var fyr­ir nýja húsið. Ljós­mynd/​Stóra

Hús­inu var val­in staðsetn­ing stutt frá gamla hús­inu, í landi Skarðs. Það er nær brúnni yfir Stóru – Laxá, fyr­ir þau sem þekkja til.

Húsið er miklu stærra en það sem hef­ur þjónað veiðimönn­um svo vel fram til þessa. Gamla húsið bauð upp á fjög­ur her­bergi og var sam­tals um 90 fer­metr­ar en nýja húsið er 325 fer­metr­ar og þar er sjö her­bergi og eru þau stærri og rúm­betri en var í gamla hús­inu og hvert og eitt er búið sér baðher­bergi. Esther seg­ir að húsið sé allt hið vandaðasta og bjóði upp á „allt til alls.“

Teikn­ing að nýja hús­inu. Það er 325 fer­metr­ar á móti 90 eins og það gamla er. Ljós­mynd/​Stóra

Hún seg­ir að með þess­um fram­kvæmd­um nú og frek­ari bygg­ing­um á svæði fjög­ur í framtíðinni von­ist þau til að taka Stóru – Laxá upp á nýtt plan.

Heit­ur pott­ur og gufa verða í boði og full­komið eld­hús, enda urðu þær breyt­ing­ar á fyr­ir­komu­lagi í Stóru – Laxá í sum­ar að svæði þrjú var sam­einað neðri svæðum og er stanga­fjöldi þar nú sex stang­ir. Þá var að sama skapi tek­in upp leiðsögu­manna- og fæðis­skylda.

„Það er stefn­an hjá okk­ur að bæta vegi og aðgengi að svæðinu, sem var áður svæði þrjú. Það kom í ljós sem við höf­um haldið að svæði þrjú var bæði van­metið og van­veitt og gaf nú mun betri veiði en und­an­far­in ár. Þar varð fjór­föld­un á veiði enda var það nú veitt reglu­lega og með leiðsögu­mönn­um.“

Það var ekk­ert verið að tvínóna við hlut­ina. Hér er búið að fletta ofan af svæðinu og jarðvegs­skipti haf­in. Ljós­mynd/​Stóra

Húsið á efra svæðinu verður áfram í notk­un næstu tvö árin að minnsta kosti. En ákveðin hef­ur verið staðsetn­ing fyr­ir nýtt veiðihús þar. „Það verður um það bil í kíló­meters fjar­lægð frá hús­inu sem er í dag.

Uppi á ásn­um aðeins norðar og þaðan er geggjað út­sýni yfir hrein­lega yfir allt Suður­land. Þaðan sést líka ofan í gljúfr­in og er mjög skemmti­leg staðsetn­ing. Við erum að áætla að að verði komið í gagnið eft­ir tvö til þrjú ár,“ sagði Esther í sam­tali við Sporðaköst.

Hún upp­lýs­ir að seiðabú­skap­ur í ánni hafi í sum­ar verið með allra besta móti og því lofi fram­haldið góðu. Stóra – Laxá gaf mjög góða veiði í sum­ar og er veiðisum­arið 2022 næst besta ár á svæðinu, eða allt frá ár­inu 2013.

Heimild: Mbl.is