Home Fréttir Í fréttum Loka leikskólanum Hlíð í Engihlíð vegna myglu

Loka leikskólanum Hlíð í Engihlíð vegna myglu

249
0
Mygla hefur fundist í kjallara húsnæði leikskólans Hlíð í Engihlíð og mun hann því loka Fréttablaðið/ERNIR

Loka þarf part af húsnæði leikskólans Hlíð í Engihlíð vegna myglu sem fundist hefur í kjallara eins húsanna. Þetta kom fram í upplýsingum til foreldra sem sendar voru af leikskólanum.

<>

Um er að ræða húsnæði leikskólans við Engjahlíð 6-8 sem yfirleitt er talað um sem Stóru Hlíð en hægt verður að nota minna húsnæðið sem kallast Litla Hlíð í einhverjum mæli. Farið verður í mótvægisaðgerðir þar og kjallara hússins lokað.

Þar sem leikskólinn missir húsnæði sitt og hefur ekki bráðabirgðahúsnæði fyrir öll börnin sem skráð eru mun þurfa að skipta hópnum í þrennt til bráðabirgða.

Forstöðumenn skólans þakka foreldrum fyrir sýndan skilning á meðan unnið sé að lausnum

Áskoranir í húsnæðismálum leikskólanna

„Við stöndum frammi fyrir áskorunum í húsnæðismálum í leikskólum borgarinnar vegna rakavandamála og slæmrar innivistar,“

segir Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, upplýsingafulltrúi Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.

„Þessi vandi er ekki auðleystur þegar flytja þarf starfsemi fleiri en eins leikskóla með stuttu millibili. Tilfæringarnar hafa því miður áhrif á hversdagslíf marga barna og foreldra,“ segir hún en Reykvíkurborg og leikskólayfirvöld sjá sér ekki annan kost í málinu en að skipta hópnum upp vegna plássleysis.

„Við leggjum áherslu á að bregðast við athugasemdum til að vernda heilsu barna og starfsmanna. Í tilfelli Hlíðar var þörf á að bregðast fljótt við og verður Stóra Hlíð lokuð frá og með morgundeginum.

Stærri hluti barnahópsins mun flytjast í gömlu Brákarborg og hin fá aðstöðu í leikskólanum Klömbrum þar sem leikskólastjórinn hefur boðist til að hliðra til í sínu starfi. Eftir um sex vikur munu svo báðir hópar flytjast í Safamýri 5, þar sem leikskólinn Nóaborg er núna,“ segir Hjördís Rut.

Leikskólinn Hlíð. Fréttablaðið/ERNIR
Mygla í 24 skólum á höfuðborgarsvæðinu

Mikið hefur verið um að leikskólar hafi lokað undanfarið ár vegna myglu í húsnæði þeirra.

Samkvæmt frétt MBL hefur mygla fundist í 24 grunn- og leikskólum á höfuðborgarsvæðinu. Þar af eru 14 leikskólar og 10 grunnskólar.

Þá þurfa margir nemendur að ferðast langar vegalengdir til þess sækja skóla vegna þessara raskana.

Alls bíða 618 börn, tólf mánaða eða eldri, eftir leik­skóla­plássi í Reykja­vík. Enn er mönnunar­vandi og fjöldi plássa úr leik vegna myglu eða við­halds.

Heimild: Frettabladid.is