Home Fréttir Í fréttum Bílar víkja úr Kvosinni

Bílar víkja úr Kvosinni

184
0
Svona verður ásýnd götunnar eftir fyrirhugaðar breytingar.

Kirkju­stræti og Templ­ara­sundi verður breytt í göngu­göt­ur og því munu bíl­ar víkja af þessu svæði Kvos­ar­inn­ar í miðbæn­um.

<>

Er þetta í sam­ræmi við samþykkt um­ferðar­skipu­lag Kvos­ar­inn­ar frá ár­inu 2020 um bann vél­knú­inn­ar um­ferðar á Kirkju­stræti og hluta Templ­ara­sunds nema með leyfi skrif­stofu Alþing­is.

Gert er ráð fyr­ir að raf­drifn­ir poll­ar verði notaðir til að tak­marka al­menna um­ferð inn á svæðið í Kvos­inni.

For­hönn­un svæðis­ins er lokið og var hún unn­in af Horn­stein­um arki­tekt­um, Hildi­berg Hönn­un­ar­húsi og Verk­fræðistofu Bjarna Viðars­son­ar.

Um­hverf­is- og skipu­lags­ráð Reykja­vík­ur samþykkti á fundi í vik­unni að haldið yrði áfram með und­ir­bún­ing og farið í verk­hönn­un og gerð útboðsgagna.

Hægt er að lesa um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is