Home Fréttir Í fréttum Knatthús rís á Ásvöllum

Knatthús rís á Ásvöllum

183
0
Frá leik Fram og Hauka á Ásvöllum. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Bæj­ar­ráð Hafn­ar­fjarðar samþykkti á fundi í dag að til­boð í bygg­ingu knatt­húss fyr­ir Hauka á Ásvöll­um hafi verið samþykkt.

<>

Húsið mun kosta 3,4 millj­arða og munu Hauk­ar af­sala sér hluta af skipu­lögðu íþrótta­svæði und­ir íbúa­byggð. Lóðin var seld á um 1,3 millj­arð króna.

Aðstæður fyr­ir knatt­spyrnu hjá fé­lag­inu hef­ur verið ábóta­vant, en ljóst er að hún verður mun betri með nýju knatt­húsi.

Yf­ir­lýs­ing Hauka:

Gleðifrétt­ir, knatt­hús rís á Ásvöll­um.

Þær ánægju­legu frétt­ir voru að ber­ast af fundi bæj­ar­ráðs Hafn­ar­fjarðar sem hald­inn var í dag, 20. októ­ber, að fyr­ir­liggj­andi til­boð í bygg­ingu knatt­húss­ins hefði verið samþykkt.

Íslensk­ir Aðal­verk­tak­ar hf. áttu lægsta til­boð í bygg­ingu húss­ins og var til­boðsfjár­hæðin 3.4 millj­arðar og því ljóst að gengið verður til samn­inga við fyr­ir­tækið. Hauk­ar hafa lengi óskað eft­ir betri aðstöðu fyr­ir knatt­spyrnuiðkun á Ásvöll­um og samþykkt bæj­ar­ráðs frá í morg­un er því mikið fagnaðarefni.

Knatt­spyrnu­fé­lagið Hauk­ar af­salaði sér hluta af skipu­lögðu íþrótta­svæði fé­lags­ins und­ir íbúðabyggð til stuðning verk­efn­inu, en lóðin var selt til bygg­ing­ar­fé­lags fyr­ir um 1,3 millj­arða króna.

Langþráður draum­ur um bygg­ingu mynd­ar­legs knatt­húss er því að verða að veru­leika.

Knatt­spyrnu­fé­lagið Hauk­ar þakk­ar bæj­ar­yf­ir­völd­um fyr­ir þann stór­hug að hefja bygg­ingu knatt­húss sem svo sann­ar­lega mun efla og styrkja mögu­leika til fjöl­breyttr­ar íþróttaiðkun­ar á Ásvöll­um og styrkja þannig enn frek­ar innviðaupp­bygg­ingu í nærum­hverfi Ásvalla.

Áfram Hauk­ar!

Heimild: Mbl.is