Home Fréttir Í fréttum Ekki byggt nóg í Ósló til að mæta þörfinni

Ekki byggt nóg í Ósló til að mæta þörfinni

68
0
Bergen í Noregi. Mynd: Jon Bolstad/NRK
Búist er við að um 1.850 nýjar íbúðir komi á markað í Ósló, höfuðborg Noregs, á þessu ári. Þörf er á um það bil þrjú þúsund íbúðum.

Frá þessu er greint á vef norska ríkisútvarpsins sem vitnar í umfjöllun Dagens Næringsliv.

<>

Þar segir að tölur verðbréfamiðlunar- og ráðgjafafyrirtækisins Røisland & Co sýni að 1.126 nýjar íbúðir hafi verið byggðar fyrri hluta ársins. Viðbúið þykir að aðeins verði lokið við að byggja helming þess fjölda síðari hluta þess árs.

Einkum er talið að hægt hafi á nýbyggingum í höfuðborginnni vegna strangra skipulags- og byggingareglna sem þar gilda.

Aðföng hækka og fasteignaverð lækkar

Einnig er óttast að vegna vaxtahækkana og gríðarlegra hækkana á aðföngum auk lækkandi fasteignaverðs dragi byggingafyrirtæki verulega úr framkvæmdum og segi jafnvel upp starfsfólki á næstu mánuðum.

Daniel Siraj, forstjóri Obos stærsta byggingaverktakafyrirtækis Noregs, rekur verðhækkanir aðfanga til Úkraínustríðsins, kórónuveirufaraldursins og mikillar verðbólgu.

Siraj segir að þegar staðan sé þannig, og fasteignaverð lækki jafnframt, borgi sig varla að ljúka ýmsum framkvæmdum. Hann vonast þó til að komast hjá því að segja upp mannskap.

Heimild: Ruv.is