Home Fréttir Í fréttum Skóflustunga að 18 íbúða nýbyggingu á Egilsstöðum

Skóflustunga að 18 íbúða nýbyggingu á Egilsstöðum

338
0
Mynd: Austurfrett.is

Jöklar fasteignafélag ehf mun taka fyrstu skóflustugnu að 18 íbúða uppbyggingarverkefni á Egilsstöðum í dag kl. 16:00.

<>

,Fyrsta skóflustungan framundan og uppbyggingarverkefnið er orðið sýnilegt” segir Elín Káradóttir eigandi Byr fasteignasölu í tilkynningu. Byr mun annast sölu íbúðanna sem verið er að byggja á Egilsstöðum.

Jöklar fasteignafélag er framkvæmdaraðili á byggingu tveggja fjölbýlishúsa sem verða reist við Bláargerði 5-7, samtals 18 íbúðir.

,,Verkefninu er skipt upp í tvo áfanga. Nú er verið að grafa fyrir fyrra húsinu þar sem eru 9 íbúðir og svo strax í kjölfarið verður farið í byggingu á seinna húsinu” segir Elín.

Fjölbýlishúsið sem verið er að reisa er tveggja hæða. Á neðri hæð eru fjórar íbúðir og geymslur allra íbúða, á efri hæð eru fimm íbúðir. Íbúðirnar eru frá 79,9 fm að stærð.

,,Grunnvinnan í svona verkefni er ekki sýnileg og tekur langan tíma. Við höfum átt gott samstarf við sveitarfélagið Múlaþing og arkitekt hússins til þess að hægt sé að byrja moka áður en veturinn kemur. Nú erum við í kappi við veðrið eins og oft er í nýbyggingarverkefnum” segir Elín bjartsýn um að hægt sé að jarðvegsskipta fyrir veturinn.

Jöklar fasteignafélag er í eigu Guðmundar Óla Guðmundssonar, Sigurðar Vilbergs Svavarssonar og Kára Ólasonar, sem er jafnframt verkefnastjóri í Bláargerði 5-7. Jöklar hafa gert samning við byggingarfyrirtækið MVA ehf um að reisa húsið úr forsteyptum einingum.

,,Jöklar fasteignafélag er með samstarfsaðila sem eru að mestu leyti fyrirtæki hér á svæðinu, því má segja að þessi tvö fjölbýlishús verða reist af heimamönnum” segir Elín.

,,Við munum opna formlega fyrir sölu þegar húsið er að fara rísa og stutt í fokheldar íbúðir. Stefnt er að því að fyrra húsið rísi í mars 2023, þó getur veðurfar haft einhver áhrif á framkvæmdina” segir Elín Káradóttir, bjartsýn um snjóléttan vetur.

Heimild: Austurfrett.is