Home Fréttir Í fréttum Jáverk hagnaðist um rúmar 740 milljónir króna

Jáverk hagnaðist um rúmar 740 milljónir króna

190
0
Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hagnaður bygg­inga­fé­lags­ins Já­verks á Sel­fossi nam í fyrra rúm­um 742 millj­ón­um króna, sam­an­borið við 640 millj­ón­ir króna árið áður.

<>

Tekj­ur fé­lags­ins voru rétt rúm­ir níu millj­arðar króna og juk­ust um tæpa 1,4 millj­arða króna á milli ára. Laun og launa­tengd­ur kostnaður nam um 892 millj­ón­um króna á ár­inu og hækkaði um 80 millj­ón­ir króna á milli ára.

Já­verk er í eigu GG ehf., sem er að mestu í eigu þeirra Gylfa Gísla­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Já­verks, og Guðmund­ar B. Gunn­ars­son­ar, yf­ir­manns fram­kvæmda.

Eigið fé fé­lags­ins var í árs­lok rúm­ir 2,6 millj­arðar króna en fé­lagið greiddi einn millj­arð króna í arð til móður­fé­lags­ins á ár­inu.

Heimild: Mbl.is