Home Fréttir Í fréttum Kastljós braut ekki siðareglur með umfjöllun um Vegagerðina

Kastljós braut ekki siðareglur með umfjöllun um Vegagerðina

154
0

Kastljós, fréttaskýringaþáttur RÚV, braut ekki gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllun sinni um Vegagerðina og meint hagsmunatengsl við innkaup á vegum hennar. Umfjöllunin var sýnd í desember síðastliðnum. Starfsmaður Vegagerðarinnar, sem var til umfjöllunar í þættinum, taldi umfjöllunina hafa brotið gegn æru hans.

<>

Í Kastljósþættinum kom meðal annars fram að Vegagerðin hefði átt í viðskiptum við ættingja starfsmanna, fyrrum starfsmenn og jafnvel þá starfsmennina sjálfa. ( Um er að ræða hundruð milljóna króna viðskipti við bróður deildarstjóra hjá Vegagerðinni, hundruð milljóna króna verktöku fyrrum starfsmanns Vegagerðarinnar fyrir hana og kaup á ræstingum fyrir útibúi Vegagerðarinnar í Hafnarfirði af fyrirtæki í eigu deildarstjóra þess og eiginkonu hans.

Sá sem kærði Kastljós fyrir siðanefnd Blaðamannafélags Íslands er deildarstjóri þjónustudeildar Vegagerðarinnar. Deild hans átti í miklum viðskiptum við fyrirtæki í eigu bróður mannsins.

Í niðurstöðum Siðanefndar segir að umfjöllun Kastljóss ( hafi ekki verið brot á siðareglum Blaðamannafélagsins Íslands. Ábendingar um meint brot á lögum og reglum hafi fyrst og síðast snúið að Vegagerðinni en ekki manninum persónulega. Ekkert í siðareglunum standi í vegi fyrir að heimilt hafi verið að nafngreina manninn.

Heimild: Kjarninn.is