F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Reiðhjóla og hlaupahjólastæði við grunnskóla, útboð nr. 15668
Lauslegt yfirlit yfir verkið
Uppsetning reiðhjóla- og hlaupahjólastæðum á 29 grunnskólalóðum í Reykjavík. Að auki lýtur verkefni að jarðvegsskiptum fyrir yfirborðsefni og hjólabúnað, upptöku og útlagningu yfirborðsefna ásamt frágangi ræktunarsvæða.
- Gröftur 560m3
- Fyllingar 530m3
- Upptaka og endurlögn á hellum 360m2
- Ný hellulögn 400m2
- Grasþökur og ræktunarjarðvegur 145m2
- Reiðhjólabogar 78 stk
- Hlaupahjólagrindur 79 stk.
Verklok: 1. apríl 2023.
Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 14:00 þann 13. október 2022.
Smellið á íslenska fánann til að fá útboðsvefinn upp á íslensku. Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Nýskráning“.
Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:15 þann 31. oktbóber 2022.