Home Fréttir Í fréttum Fyrsta skóflustungan að húsnæði sem mun hýsa nýjan jáeindaskanna var tekin í...

Fyrsta skóflustungan að húsnæði sem mun hýsa nýjan jáeindaskanna var tekin í dag

130
0
Mynd: VÍSIR/VILHELM

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, tók fyrstu skóflustungana að húsnæði sem mun hýsa nýjan jáeindaskanna í dag. Jáeindaskanninn var gjöf frá Íslenskri erfðagreiningu sem og allur tilheyrandi tækjakostur og sérhæft húsnæði undir skannann.

<>

Í tilkynningu frá Landspítalanum segir að verðmæti gjafarinnar sé rúmar 840 milljónir króna.

„Flókinn og umfangsmikill búnaður fylgir skannanum,  svo sem öreindahraðall sem framleiðir geislavirk efni sem leita í sjúka vefi líkamans. Jáeindaskanni er oftast notaður í krabbameinsmeðferðum en hann er einnig hægt að nýta í tauga-, hjarta- og gigtlækningum.“

Húsnæðið verður byggt við Landspítala á Hringbraut, aðlægt skyldri starfsemi upp á mesta skilvirkni og aukin þægindi fyrir sjúklinga. Áætlað er að það verði tilbúið í september og að skanninn sjálfur verði kominn í notkun um áramót.

Í tilkynningunni segir að um byltingu í greiningu og meðferð sjúkdóma á Íslandi sé að ræða. Um 200 sjúklingar hafa verið sendir til Danmerkur á hverju ári en áætlað er að um tvö þúsund manns muni fara í skannann árlega.

„Jáeindaskanni gefur nákvæmar upplýsingar um staðsetningu og dreifingu krabbameina. Með slíkar upplýsingar er hægt að gera geislameðferð markvissari og fækka óþarfa skurðaðgerðum. Skanninn mun gefa betri upplýsingar um útbreiðslu sjúkdóma hjá um þriðjungi sjúklinga og mun þar af leiðandi breyta meðferð þeirra töluvert. Með markvissari meðferð minnka aukaverkanir og batahorfur aukast.“

Þar að auki verðu hægt að greina hvernig sjúkdómar bregðast við meðferð og því hægt að grípa fyrr inn í ef gera þarf breytingar á meðferðinni.


 Heimild: Vísir.is