Home Fréttir Í fréttum Næga vinnu að fá fyrir rafvirkja

Næga vinnu að fá fyrir rafvirkja

322
0
Friðrik Sólnes Jónsson við rafmagnstöflu í kennslustofunni í FB. mbl.is/Arnþór

Næga vinnu er að hafa fyr­ir ný­út­skrifaða raf­virkja enda verða viðfangs­efn­in sí­fellt fjöl­breytt­ari. Þá sækja sterk­ari nem­end­ur en áður í raf­virkj­a­námið.

<>

Þetta seg­ir Friðrik Sól­nes Jóns­son, kenn­ari í raf­virkj­un við Fjöl­brauta­skól­ann í Breiðholti, en til­efnið er að sjald­an, eða aldrei, hef­ur verið jafn mik­il spurn eft­ir raf­virkj­um á Íslandi.

Margt að breyt­ast

Þeir sem læra raf­virkj­un hafa því mikla mögu­leika á vinnu­markaði en al­gengt er að fólk læri raf­virkj­un, starfi við grein­ina í ein­hvern tíma, og bæti svo við sig þekk­ingu í iðnfræði, tækni­fræði eða jafn­vel allt öðru. Þetta er spenn­andi fag og það er svo margt að breyt­ast.

Sviðið er að breikka og raf­virkj­ar eru farn­ir að gera alls kon­ar hluti sem voru sér­hæfð störf áður eins og að vinna við bruna­kerfi, boðlagn­ir, þjófa­varn­ar­kerfi og alls kon­ar snjall­tækni. Við reyn­um að halda í við þessa þróun í skól­an­um,“ seg­ir Friðrik.

Heimild: Mbl.is