Næga vinnu er að hafa fyrir nýútskrifaða rafvirkja enda verða viðfangsefnin sífellt fjölbreyttari. Þá sækja sterkari nemendur en áður í rafvirkjanámið.
Þetta segir Friðrik Sólnes Jónsson, kennari í rafvirkjun við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, en tilefnið er að sjaldan, eða aldrei, hefur verið jafn mikil spurn eftir rafvirkjum á Íslandi.
Margt að breytast
Þeir sem læra rafvirkjun hafa því mikla möguleika á vinnumarkaði en algengt er að fólk læri rafvirkjun, starfi við greinina í einhvern tíma, og bæti svo við sig þekkingu í iðnfræði, tæknifræði eða jafnvel allt öðru. Þetta er spennandi fag og það er svo margt að breytast.
Sviðið er að breikka og rafvirkjar eru farnir að gera alls konar hluti sem voru sérhæfð störf áður eins og að vinna við brunakerfi, boðlagnir, þjófavarnarkerfi og alls konar snjalltækni. Við reynum að halda í við þessa þróun í skólanum,“ segir Friðrik.
Heimild: Mbl.is