Home Fréttir Í fréttum Frestur vegna Hagaskóla framlengdur

Frestur vegna Hagaskóla framlengdur

221
0
Frá framkvæmdum við Hagaskóla. mbl.is/Hákon Pálsson

„Við erum búin að fram­lengja frest­innn til 16. nóv­em­ber næst­kom­andi,“ seg­ir Ein­ar Berg­mann Sveins­son, fag­stjóri for­varn­ar­sviðs hjá Slökkviliði Reykja­vík­ur, vegna úr­bóta sem ráðast þarf í við bráðabirgðahús­næði Haga­skóla í Ármúl­an­um.
Fyrri frest­ur sem eig­end­ur bráðahús­næðis Haga­skóla í Ármúla höfðu til að ganga frá bruna­vörn­um á full­nægj­andi hátt, fyr­ir tvo ár­ganga nem­enda, féll úr gildi í dag.

<>

„All­ir unnið af heil­um hug“

Ein­ar seg­ir að helst þurfi að huga að bruna­vörn­um á ann­arri og þriðju hæð húss­ins og aðeins á fyrstu hæðinni. „Þeir brugðust mjög vel við ábend­ing­um okk­ar strax í upp­hafi og fóru í bráðabirgðalag­fær­ing­ar og fækkuðu nem­end­um um nán­ast helm­ing.

Síðan var hætt að nota hluta hús­næðis­ins þannig að flótta­leiðir úr hús­inu væru full­nægj­andi miðað við þann fjölda sem er í hús­inu í dag. Síðan er ým­is­legt sem þarf að græja og gera í fram­hald­inu, sem er samt ekki nægj­an­legt til að loka hús­næðinu,” seg­ir Ein­ar.

Nú er aðeins ein­um ár­gangi Haga­skóla kennt í Ármúl­an­um þar til all­ar bruna­varn­ir verða nægi­leg­ar fyr­ir fleiri nem­end­ur. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

„Það hafa all­ir reynt að vinna af heil­um hug eins og kost­ur er til þess að gera málið eins far­sælt og hægt er miðað við þess­ar aðstæður,“ seg­ir Ein­ar og bæt­ir við að við óbreytt­ar aðstæður verði því áfram aðeins kennt hluta af nem­enda­hópn­um eða þar til búið er að bæta úr því sem þarf.

Einn ár­gang­ur á hverj­um stað

Strax og málið kom upp var ákveðið að tví­setja skól­ann í Ármúl­an­um þar sem ekki voru nægj­an­leg­ar bruna­varn­ir til að hægt væri að kenna bæði 8. og 9. bekk á sama tíma. Strax var haf­ist handa til að finna aðra lausn og nú er staðan sú að 9. bekk er kennt í Ármúl­an­um, en 8. bekk­ur var flutt­ur í Korpu­skóla. Þrátt fyr­ir lengri rútu­ferð á morgn­ana kem­ur sú lausn vel út, seg­ir Sig­ríður Nanna Heim­is­dótt­ir, aðstoðarskóla­stjóri Haga­skóla.

Aðstæður sem eru ekki í okk­ar valdi

„Við vor­um með for­eldra­fundi í dag hérna uppi í Korpu­skóla fyr­ir for­eldra nem­enda í 8. bekk í dag og það gekk mjög vel þrátt fyr­ir vega­lengd­ina,” seg­ir hún. „Hérna í Korpu­skóla eru nem­end­ur í full­búnu skóla­hús­næði og við get­um ein­beitt okk­ur að því að hlúa að nem­end­um og innra starf­inu.“

Sig­ríður Nanna seg­ir í raun fara líka bet­ur um nem­end­ur í 9. bekk sem enn eru í Ármúl­an­um eft­ir fækk­un­ina þar. „Auðvitað vilj­um við samt vera öll sam­an og hafa eitt skóla­sam­fé­lag, þannig að þetta er ekki nein óskastaða. En þetta eru ytri aðstæður sem eru ekki í okk­ar valdi og við þurf­um að gera okk­ar allra besta. Svo má ekki gleym­ast að við erum að tala um vinnustað ansi margra barna og full­orðinna og því mik­il­vægt að hafa já­kvæðnina að leiðarljósi.“

Heimild: Mbl.is