Home Fréttir Í fréttum Gjörbreyting í Bláfjöllum í vetur – tvær nýjar lyftur

Gjörbreyting í Bláfjöllum í vetur – tvær nýjar lyftur

126
0
Mynd: RÚV - Guðmundur Bergkvist / RÚV
Mikil mannvirki hafa risið í Bláfjöllum og lofa góðu um veturinn. Tvær hraðskreiðar lyftur eru svo að segja tilbúnar og verða komnar í gagnið, að minnsta kosti önnur þeirra, þegar vertíðin byrjar, segir rekstrarstjórinn.

Þótt ekki sé kominn snjór í byggð á suðvesturhorninu gegnir öðru máli um Bláfjöll. Þar er orðið vetrarlegt og flughált þarna uppfrá.

<>

„Þetta er fyrsti svona alvöru frostadagurinn. Það eru búnar að vera hérna þrjár, fjórar gráður í dag,“ segir Einar Bjarnason rekstrarstjóri Skíðasvæðanna.

Ásýnd skíðasvæðisins hefur gjörbreyst.

Og upp á toppi sunnan við Kónginn er komið geimskip eða réttara sagt húsið sem tekur á móti skíðafólki í glænýrri lyftu, Gosanum.

„Hún er 450 metra löng, rétt rúma mínútu upp og getur farið svolítið margar ferðir á einum klukkutíma því að hún flytur upp 2400 manns í einu.“

Það er að segja 2400 manns á einum klukkutíma. Og svo verður hægt að fara margar leiðir niður. Svo er nýjung að fólk skíðar inn í hús og sest í lyftuna þar.

Og þetta er ekki það eina. Drottningin í gilinu fær andlitslyftingu og meira en það því það er ný lyfta, fjögurra sæta eins og Gosinn og jafn afkastamikil.

Núna er snjórinn vandamál, eruð þið með snjóframleiðslu líka þá?

„Ég skal svara því seinna í vikunni því það á að opna útboðið 13. október.“

Hvenær verður Gosinn tilbúinn?

„Eftir hálfan mánuð.“

Hvenær ætlarðu að opna?

„15. desember.“

Drottningin er hún jafn langt á veg eins og Gosinn?

„Nei, hún er komin aðeins styttra en aftur á móti erum við búnir að vera einum og hálfum mánuði fljótari að reisa hana heldur en þessa. Þannig að hún verður tilbúin eftir tvo mánuði. Daginn sem ég opna verður hún tilbúin.“

Heimild: Ruv.is