Home Fréttir Í fréttum Vilja byggja við grunnskólana þrjá í Laugardal

Vilja byggja við grunnskólana þrjá í Laugardal

166
0
Borgarráð mun taka tillöguna fyrir á næstu vikum. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Byggja á við grunn­skól­ana þrjá í Laug­ar­dal til að mæta fjölg­un nem­enda í hverf­inu gangi til­laga skóla- og frí­stundaráðs Reykja­vík­ur eft­ir. Borg­ar­ráð mun taka til­lög­una fyr­ir á næstu vik­um.

<>

Þetta kem­ur fram á vef Reykja­vík­ur­borg­ar.

Þar seg­ir, að skól­arn­ir þrír séu Laug­ar­nesskóli, sem er fyr­ir börn í 1. til 6. bekk, Lauga­lækj­ar­skóli sem er fyr­ir börn í 7. til 10. bekk og Lang­holts­skóli fyr­ir börn í 1. til 10. bekk.

„Sú til­laga að velja sviðsmynd I af þrem­ur bygg­ir á því að skóla- og frí­stunda­sam­fé­lag skól­anna þriggja og íbúa­sam­tök styðja þá sviðsmynd og telja hana far­sæl­asta.

Sviðsmynd II fól í sér að byggt yrði við Lauga­lækj­ar­skóla og að tveir elstu ár­gang­ar Laug­ar­nesskóla myndu fær­ast þangað og að byggt yrði við Lang­holts­skóla.

Sviðsmynd III, fól í sér að byggður yrði ung­linga­skóli sem tæki við öll­um ung­ling­um í hverf­inu en hinir skól­arn­ir þrír yrðu fyr­ir börn í 1. til 7. bekk,“ seg­ir á vef borg­ar­inn­ar.

Þá kem­ur fram, að með því að byggja við skól­ana „halda þeir sín­um skóla­brag og skóla­gerð sem ánægja hef­ur verið með í skóla­sam­fé­lag­inu að því er seg­ir í sam­an­tekt um til­lög­una. Þar kem­ur einnig fram að það feli í sér stöðug­leika fyr­ir nem­end­ur og kenn­ara, auk þess sem að heil­stæður skóli stuðli að sam­fellu í námi.“

Þá er tekið fram að óveru­leg­ur mun­ur sé á kostnaðaráætl­un sviðsmynd­anna þriggja, þó sé sviðsmynd I 624 millj­ón­um króna ódýr­ari en sviðsmynd III.

Heimild: Mbl.is