Home Fréttir Í fréttum Bæjarráð Hafnafjarðarbæjar samþykkir framkvæmdaáætlun um byggingu nýrrar reiðhallar Sörla

Bæjarráð Hafnafjarðarbæjar samþykkir framkvæmdaáætlun um byggingu nýrrar reiðhallar Sörla

167
0

Á fundi í síðustu viku samþykkti bæjarráð Hafnafjarðarbæjar framkvæmdaáætlun um byggingu nýrrar reiðhallar Sörla en þetta kemur fram á heimasíðu hestamannafélagsins. 

<>

Um tímamóta samþykkt er að ræða og ljóst að ný reiðhöll Sörla mun rísa og opna árið 2025.

Formaður Sörla, Atli Már Ingólfsson, vildi láta hafa þetta eftir sér í morgun:

„Þetta eru frábærar fréttir. Næstu skref eru þau að nú liggur fyrir að boða til formlegrar undirritunar samninga við verktaka verksins, Eykt.

Samkvæmt tillögum framkvæmdahóps sem í eiga sæti fulltrúar frá Hafnafjarðarbæ og fulltrúar Sörla er gert ráð fyrir því að framkvæmdir við fyrsta áfangi hefjist í apríl 2023 og verði lokið 2025.

Gert er ráð fyrir því að reiðgólf nýrrar reiðhallar verði tilbúið til notkunar í janúar 2025.Það er ástæða til að gleðjast í dag og fagna þessum áfang, en geyma alvöru fögnuðinn fram í apríl 2023 þegar byrjað verður að grafa fyrir grunni hallarinnar. Nú og svo eru sumir farnir að hlakka til opnunarinnar, já eru ekki Sörlakonur að æfa töltslaufur sem á að frumsýna þá“

Heimild: Eiðfaxi.is