Home Fréttir Í fréttum Enn unnið að hönnun nýbyggingar við Hamarsskóla í Vestmannaeyjum

Enn unnið að hönnun nýbyggingar við Hamarsskóla í Vestmannaeyjum

349
0
Enn er unnið að hönnun við viðbyggingu við Hamarsskóla. Ljósmynd/TMS

Jón Pétursson, framkvæmdarstjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs kynnti fyrir fræðsluráði Vestmannaeyja drög að teikningum að nýbyggingu við Hamarsskóla.

<>

Í tengslum við málið lögðu bæði meiri- og minnihluti fram bókanir um málið. Í bókun fulltrúum E- og H-lista segir að meirihluti E- og H-lista lýsi yfir ánægju með að drög að teikninum liggi fyrir, þó það hefði auðvitað verið óskastaða að ferlið við nýbygginguna væri komið lengra á veg en utanaðkomandi aðstæður í þjóðfélaginu hafa tafið verkið.

Fulltrúar E- og H-lista hlakka til að fylgjast áfram með vinnunni við þetta spennandi verkefni.”

Þrjú ár síðan bæjarstjórn samþykkti að hefja vinnu við stækkunina

Í bókun fulltrúa D-lista segir að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagni drögunum og leggja jafnframt þunga áherslu á að viðbygging Hamarsskóla verði forgangsverkefni í framkvæmdaráætlun sveitarfélagsins og það endurspeglist við fjárhagsáætlunargerð næsta árs.

Rúm fjögur ár eru síðan fyrsta tillaga um viðbygginguna var flutt og þrjú ár síðan bæjarstjórn samþykkti að hefja vinnu við stækkunina.

Aðkallandi er að bæta sem fyrst aðstöðu tónlistarskóla, frístundavers og aðra aðstöðu grunnskólans á borð við samkomu- og matsal, segir í bókun minnihlutans.

Heimild: Eyjar.net