Home Fréttir Í fréttum Kaupir lóðir af skátunum á 790 milljónir

Kaupir lóðir af skátunum á 790 milljónir

204
0
Hjálparsveit Skáta í Kópavogi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bæj­ar­ráð Kópa­vogs­bæj­ar hef­ur falið sviðsstjóra um­hverf­is­sviðs að ganga frá samn­ingi við Hjálp­ar­sveit skáta í Kópa­vogi (HSSK) um kaup á tveim­ur lóðum henn­ar á Kárs­nesi fyr­ir um 790 millj­ón­ir króna, að frá­dregnu virði annarr­ar lóðar sem hjálp­ar­sveit­in fær í staðinn út­hlutað frá bæn­um.

<>

„Það var og er rík­ur vilji og ein­hug­ur hjá Kópa­vogs­bæ að leysa hús­næðismál HSSK,“ seg­ir Ásdís Kristjáns­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Kópa­vogs­bæj­ar.

„Fyr­ir­huguð upp­bygg­ing á Kárs­nesi og til­koma Borg­ar­línu gerði það hins veg­ar að verk­um að starf­semi HSSK fer bet­ur ann­ars staðar.“

Færð í hús­næði sem metið er á 100 millj­ón­ir

„Eft­ir mikla sam­ráðsvinnu er það niðurstaðan að hags­mun­um Kópa­vogs­bæj­ar og HSSK sé best borgið með því að samþykkja er­indið. Þar með er óvissu í framtíðaráform­um Hjálp­ar­sveit­ar­inn­ar tryggð og starf­sem­inni fund­inn staður í nýju hús­næði,“ seg­ir í bók­un hjá bæj­ar­ráði.

HSSK fær út­hlutað lóð að Tóna­hvarfi 8 og í staðinn fær Kópa­vogs­bær lóðirn­ar Bakka­braut 4 og Bryggju­vör 2 þar sem hjálp­ar­sveit­in hef­ur verið með aðstöðu. Tóna­hvarf 8 er metið á um 100 millj­ón­ir.

Í samn­ingn­um felst að HSSK verði áfram með aðstöðu fyr­ir báta­skýli við höfn­ina á Kárs­nesi.

Ásdís Kristjáns­dótt­ir. Ljós­mynd/​Aðsend

Gert er ráð fyr­ir því að borg­ar­lín­an muni liggja að hluta til í gegn­um nú­ver­andi lóð HSSK að Bakka­vör. Í sam­tali við Kópa­vogs­blaðið seg­ir Ásdís Kristjáns­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Kópa­vogs, að miðað við skipu­lagið sem er framund­an hafi verið talið mik­il­vægt að lóð HSSK yrði í eigu bæj­ar­ins, að minnsta kosti tíma­bundið.

Mik­il upp­bygg­ing­in sé framund­an á Kárs­nes­inu og bær­inn muni fá verðmæti fyr­ir reit­inn til baka.

Heimild: Mbl.is