Home Fréttir Í fréttum Bundið slitlag komið alla leið til Borgarfjarðar eystri

Bundið slitlag komið alla leið til Borgarfjarðar eystri

93
0
Myndin með fréttinni er frá mótmælum Borgfirðinga í Njarðvíkurskriðum 19. febrúar 2018. Mynd: Mótmæli í Njarðvíkurskriðu - RÚV
Góður áfangi náðist í gærkvöldi þegar Héraðsverk lauk við að leggja bundið slitlag til Borgarfjarðar eystri og geta Borgfirðingar og gestir þeirra nú ekið á bundnu slitlagi alla leið til og frá Egilsstöðum. Nú er sem sagt búið að klára síðasta kaflann sem voru 15 kílómetrar frá Eiðum á bænum Laufási en framkvæmdir hófust í ágúst í fyrra.

Viðar Hauksson, verkstjóri hjá Héraðsverki, segir að góð tíð síðustu daga hafi verið notuð til að leggja á síðustu tvo kílómetrana. Þetta hafi verið talsvert verk enda þurfti að sprengja fyrir nýrri veglínu í gegnum Eiðaaxlir og Ketilstaðahæð meðal annars. Nýi vegurinn er beinn og breiður í stað þess gamla sem var hlykkjóttur og alsettur blindhæðum.

<>

Miklar framfarir hafi orðið í samgöngumálum Borgfirðingar á síðustu árum, eftir að ný vegur var lagður um Njarðvíkurskriður og slitlag lagt á veginn um Vatnsskarð. Segja má á hreyfing hafi komist á málin eftir að Borgfirðingar boðuðu til mótmæla í febrúar 2018 og lögðu niður steypu á veginn um skriðunar.

Heimild: Ruv.is