Home Fréttir Í fréttum „Dýr ráðstöfun“ en felur í sér hagræði

„Dýr ráðstöfun“ en felur í sér hagræði

74
0
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir að stefna stjórn­valda um að ráðuneyt­in séu staðsett á svo­kölluðum stjórn­ar­ráðsreit eða þar um kring í miðbæ Reykja­vík­ur sé „ansi dýr ráðstöf­un“. Hún feli engu að síður í sér mikið hagræði.

<>

Greint var frá því í gær að ríkið hefði fest kaup á Norður­húsi við Aust­ur­bakka af Lands­bank­an­um. Bygg­ing­in er tæp­ir sex þúsund fer­metr­ar og er kaup­verðið áætlað um sex millj­arðar króna, sem þýðir um eina millj­ón á hvern fer­metra.

Eyk­ur ekki þenslu

Spurð að lokn­um rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un af hverju ríkið kaupi svona dýrt skrif­stofu­hús­næði, á sama tíma og rætt hef­ur verið um mik­il­vægi þess að ríkið standi á út­gjalda­brems­unni til að stemma stigu við verðbólg­unni, seg­ir Katrín að málið hafi í fyrsta lagi verði metið þannig að um­rætt hús sé þegar byggt. Því séu kaup­in ekki til þess fall­in að auka þenslu. Þetta snú­ist um að finna nota­gildi fyr­ir hús sem sé þegar risið.

Í öðru lagi, þegar kem­ur að fjár­mögn­un­inni, seg­ir hún að Lands­bank­inn hafi ákveðið að greiða rík­inu viðbót­ar­arðgreiðslu sem nem­ur ein­mitt sex millj­örðum króna.

Stuðlaberg er komið á hluta ný­bygg­ing­ar Lands­bank­ans. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Ráðuneyt­in á stjórn­ar­ráðsreit

Katrín bæt­ir við að ut­an­rík­is­ráðuneytið missi senn sitt hús­næði. Ráðuneytið er í tveim­ur hús­um á Rauðar­ár­stíg, þar af öðru sem er leigu­hús­næði „sem það mun sann­ar­lega missa“.

„Þetta er stórt og mikið ráðuneyti þannig að við mér blas­ir, sem yf­ir­manni hús­næðismála Stjórn­ar­ráðsins, að finna ráðuneyt­inu helst var­an­legt hús­næði. Okk­ar stefna hef­ur verið sú að ráðuneyt­in eigi að vera á því sem við köll­um stjórn­ar­ráðsreit eða þar í kring, þ.e. hér í miðbæ Reykja­vík­ur. Sann­ast sagna þá er það ansi dýr ráðstöf­un, það þýðir ekk­ert að draga neina fjöður yfir það. En það er stefn­an og hún hef­ur í för með sér mikið hagræði,“ grein­ir Katrín frá.

Ut­an­rík­is­ráðuneytið við Rauðar­ár­stíg. mbl.isKrist­inn Ingvars­son

Hún nefn­ir að aðrir mögu­leik­ar hafi verið skoðaðir eins og hvað það myndi kosta að byggja nýtt hús­næði í miðbæ Reykja­vík­ur en kostnaður­inn við það hefði líka verið mjög mik­ill. Einnig hafi mögu­leik­inn á því að leigja Norður­hús verið skoðaður en niðurstaðan varð sú að vera í var­an­legu hús­næði frem­ur en að vera leigutaki, sem myndi jafn­framt vera dýr­ara til lengri tíma litið.

Ekki loka­skrefið

„Þetta er flók­in ákvörðun að taka en ein­hvern veg­inn þarf að höggva á þann hnút og finna öll­um ráðuneyt­um viðeig­andi hús­næði. Það eru fyr­ir þessu fjár­heim­ild­ir í fjár­lög­um, að finna hús­næði, og þetta er ekki loka­skrefið í end­ur­skoðun hús­næðismála Stjórn­ar­ráðsins,“ bæt­ir hún við. Hún nefn­ir að verið sé að gera upp sjáv­ar­út­vegs­húsið við Skúla­götu og á meðan séu ýmis ráðuneyti í bráðabirgðahús­næði. Hús­næði fjár­málaráðuneyt­is­ins hafi und­ir­geng­ist veg­leg­ar end­ur­bæt­ur auk þess sem viðbygg­ing við Stjórn­ar­ráðið bíði enn.

„Þannig að mitt fólk er áfram dreift hér í miðbæn­um í leigu­hús­næði, sem er líka dýrt. Við erum að fikra okk­ur áfram í þessu að vera með ráðuneyt­in í góðu hús­næði sem upp­fyll­ir all­ar kröf­ur og er á þess­um stað.“

Sjáv­ar­út­vegs­húsið við Skúla­götu. mbl/​Arnþór Birk­is­son

Katrín seg­ir að þar sem Norður­hús sé fal­legt og í eigu rík­is­ins hafi hún lagt til að jarðhæð þess yrði nýtt til menn­ing­ar­starf­semi, aðgengi­lega al­menn­ingi und­ir for­ystu Lista­safns Íslands. Lengi hafi skort sýn­ing­ar­rými þar, ekki síst fyr­ir sam­tíma­list, og þarna séu því slegn­ar tvær flug­ur í einu höggi með kaup­un­um á hús­inu.

„Eng­in há­vær mót­mæli“

Spurð hvort rík­is­stjórn­in hafi verið ein­huga um þessi kaup seg­ir hún ákvörðun­ina hvíla hjá sér og að fjár­málaráðherra hafi lagt fjár­heim­ild­irn­ar til. „Það voru ýms­ar skoðanir uppi en ég kynnti þetta mál fyr­ir rík­is­stjórn á þriðju­dag, að þetta væri mín niðurstaða, og eng­in há­vær mót­mæli við henni, en það er al­veg ljóst að fólk hef­ur ýms­ar skoðanir á þess­um hús­næðismál­um.“

Gamla Lands­banka­húsið við Aust­ur­stræti. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Sögu­leg og glæsi­leg bygg­ing

Ríkið hef­ur einnig ákveðið að ganga til samn­inga við Lands­bank­ann um kaup á gamla Lands­banka­hús­inu við Aust­ur­stræti. Katrín seg­ir bygg­ing­una vera bæði sögu­lega og glæsi­lega og að hún eigi skilið hlut­verk við hæfi í miðbæ Reykja­vík­ur.

„Eitt af því sem hef­ur verið rætt, án þess að nokk­ur ákvörðun hafi verið tek­in, er að mögu­lega megi nýta ein­hvern hluta henn­ar fyr­ir dóm­stóla en það hef­ur hins veg­ar eng­in ákvörðun verið tek­in. Nú á eft­ir að rýna það hús­næði bet­ur en þetta er glæsi­legt hús sem er metið í góðu ástandi.“

Lands­rétt­ur í Kópa­vogi. mbl.is/​Hanna

Fækka fer­metr­um

Aðspurð seg­ir hún kostnaðinn vegna þeirra kaupa vera um­tals­verðan en bæt­ir við al­mennt varðandi hús­næðismál rík­is­ins að ráðuneyti hafi verið í heilsu­spill­andi, óhent­ugu og dýru leigu­hús­næði. „Við erum að fækka fer­metr­um, við erum að færa fleiri ráðuneyti í eigið hús­næði og við erum að upp­færa nokkuð sem er ekki endi­lega vin­sælt en skipt­ir auðvitað máli að við búum sæmi­lega að þess­um lyk­il­stofn­un­um okk­ar,“ seg­ir hún og nefn­ir að dóm­stól­ar gætu flust í gamla Lands­banka­húsið.

Kem­ur til greina að Lands­rétt­ur fari þangað?

„Það er eitt af því sem þarf núna að rýna, það ligg­ur al­veg fyr­ir.“

Heimild: Mbl.is