Home Fréttir Í fréttum Hyggst smíða „sjávarkljúfa“ neðansjávar

Hyggst smíða „sjávarkljúfa“ neðansjávar

114
0

Stórar byggingar með ótal hæðum kallast skýjakljúfar í daglegu máli en það kann að breytast ef draumar belgíska arkitektsins Vincent Callebaut rætast um að smíða nokkra slíka neðansjávar. Mun einn sjávarkljúfur geta hýst yfir 20 þúsund manns og verða með öllu sjálfbær. Bandaríska fréttastofan CNN greinir frá þessu.

<>

10.1.2016 Vincent Callebaut
Vincent gerir ráð fyrir að smíða megi byggingarnar úr endurnýtanlegum plastefnum sem fyrirfinnast í sjónum um þessar mundir og geti náð allt að kílómetra ofan í sjóinn með 250 hæðum. Hægt yrði því að koma fyrir skrifstofum, hótelum, íþróttavöllum og rannsóknarstofum.

Sjávaraflið yrði virkjað fyrir rafmagn og drykkjarvatn unnið úr sjónum til að gera turnana eins sjálfbæra og hægt er. Turnbyggingin er svo hönnuð til að geta staðist alla sjávarstrauma og hugsanlega hættu af fellibyljum.

Búseta mannfólks neðansjávar er enn á tilraunastigi, nokkrir staðir bjóða þó fólki upp á að skoða sjóinn neðanfrá. Hilton-hótelið á Maldívíeyjum hefur að geyma neðansjávarveitingastað, neðansjávarsafn má finna í Cancun í Mexíkó en eina varanlega búsetan er á Aquarius-rannsóknarstofunni á Flórída.

Margt er þó í burðarliðunum, í Dubai stendur til að byggja hótel með 21 herbergi neðansjávar og á teikniborðinu er 19 milljarða króna safn í Egyptalandi þar sem gestum mun gefast kostur á að skoða fornleifar sem sokkið hafa í sæ.

Heimild: Pressan.is