Stjórn fasteignafélagsins Reita hefur staðfest nýja áætlun um að opna hótel að Laugavegi 176 í árslok 2024.
Uppbyggingu hótelsins var frestað undir lok árs 2020 vegna kórónuveirufaraldursins og áhrifa hans á ferðalög. Það var svo í apríl á þessu ári sem ákveðið var að halda áfram með verkefnið.
Fjárfesting Reita í endurbyggingu fasteignarinnar er aðallega fjármagnaður með lánsfé.
Áætlaður kostnaður er rúmlega fimm milljarðar íslenskra króna og mun hann að mestu falla til þegar hótelið á að opna 2024.
Heimild: Mbl.is
Sjá líka: Hyatt-hótel í gamla sjónvarpshúsinu