Home Fréttir Í fréttum Laugardalslaug af skólpi í sjóinn á klukkustund

Laugardalslaug af skólpi í sjóinn á klukkustund

151
0
Skólpdælustöðin í Faxaskjóli. Ljósmynd/Aðsend

Um það bil ein Laug­ar­dals­laug af óhreinsuðu skólpi renn­ur nú í sjó­inn á hverri klukku­stund frá skólp­dælu­stöðinni í Faxa­skjóli. Að sögn Ólaf­ar Snæhólm Bald­urs­dótt­ur, upp­lýs­inga­full­trúa Veitna, tókst „hjá­v­eituaðgerð“ í frá­veitu­kerf­inu að minnka það magn sem ella hafði farið í sjó um ríf­lega helm­ing meðan stöðva þurfti starf­semi stöðvar­inn­ar.

<>

Stöðva þurfti starf­sem­ina vegna end­ur­nýj­un­ar á yf­ir­falls­dæl­um en gert er ráð fyr­ir að hún fari aft­ur í full­an rekst­ur á fimmtu­dag­inn.

„Við vor­um að reyna al­veg nýja hluti í þess­ari aðgerð til að lág­marka það magn af skólpi sem færi í sjó og gerðum „hjá­v­eituaðgerð“ á stöðinni. Við feng­um leigðar dæl­ur að utan og sett­um upp nýj­ar lagn­ir,“ seg­ir Ólöf.

Kostnaður við „hjá­v­eituaðgerðina“ er á bil­inu 15-20 millj­ón­ir en með henni var skólp­inu dælt fram hjá dælu­stöðinni og í hreins­istöð með bráðabirgðalögn­um of­anj­arðar.

Minnkuðu magnið um helm­ing

Ólöf seg­ir það hafa gengið mjög vel fram­an af að koma í veg fyr­ir að skólp færi í sjó og með búnaðinum hafi tek­ist að lág­marka það skólp sem rynni út í sjó.

„Síðan stóðu dæl­urn­ar sig ekki nógu vel og þær fóru að bila og voru „on“ og „off“ en eru núna al­veg úti þannig að við höf­um eng­in önn­ur ráð en að setja skólp í sjó, eins og hef­ur alltaf verið gert þegar hef­ur þurft að sinna viðhaldi eða bil­un. Það er bara hluti af því að reka svona stöð. Það eru eng­ar aðrar leiðir,“ bæt­ir Ólöf við.

Fram­kvæmd­ir hóf­ust við stöðina 19. ág­úst og byrjuðu dæl­urn­ar að hökta í kring­um 13. sept­em­ber. Að sögn Ólaf­ar var síðan orðið ljóst á fimmtu­dag­inn í síðustu viku að von­laust verk væri að halda þeim gang­andi og því var ákveðið að klára frek­ar verkið. Frá þeim tíma má þá ætla að skólp hafi runnið óhreinsað í sjó­inn.

700 lítr­ar á sek­úndu

Ólöf seg­ir ekki vitað hve mikið óhreinsað skólp hafi farið í sjó­inn á fram­kvæmda­tím­an­um, það sé mis­mikið, en 700 lítr­ar á sek­úndu sé það sem fari í eðli­legu ár­ferði í gegn­um stöðina og má því bú­ast við að það magn renni nú í sjó­inn.

700 lítr­ar á sek­úndu eru 2.520.000 lítr­ar á klukku­stund, en það er um það bil sama magn og í inni­laug­inni í Laug­ar­dags­laug en hún tek­ur 2.500.000 lítra. Má því gera ráð fyr­ir að nú renni um það bil ein Laug­ar­dals­laug af óhreinsuðu skólpi í sjó­inn á hverri klukku­stund og 24 laug­ar á sól­ar­hring.

Ólöf bend­ir á að í til­vik­um sem þess­um þegar stöðva þurfi starf­semi þá verði að opna neyðarloka sem hleypa skólpi beint í sjó­inn frá stöðinni. Aft­ur a móti þegar of mikið safn­ast í stöðina, til dæm­is í mik­illi rign­ingu, þá fari stöðvarn­ar á yf­ir­fall og um­fram­geta þeirra er send nokk­ur hundruð metra út á sjó.

Yl­strönd­in hafi verið upp­lýst

Ólíkt því sem kom fram í frétt RÚV seg­ir Ólöf að skilti hafi verið sett upp til að vara fólk við en að þau hafi kannski ekki verið rétt staðsett og verið sé að bæta úr því. Þá seg­ir hún yl­strönd­ina í Naut­hóls­vík hafa verið upp­lýsta vel og reglu­lega og fengið senda sex tölvu­pósta um rekstr­ar­stöðvun­ina.

Ólöf bend­ir á að hags­mun­ir frá­veit­unn­ar og sjó­sunds­fólks fari sam­an en eins og með all­an búnað þá eld­ist hann og það þarf að sinna viðhaldi. „Sjó­sunds­fólk gæti ekki stundaði íþrótt sína ef að frá­veit­an væri ekki starf­andi. En svo koma ein­verj­ir dag­ar á ári þegar það er kannski ekki ráðlagt að fara sjó­inn.“

Upp í kerf­in eða út í sjó

Ólöf bend­ir á að frá­veitu­kerfið sé þannig upp­byggt að það séu tvær leiðir í til­fell­um sem þessu, annað hvort sé skólp­inu hleypt í sjó­inn eða þá það fari upp í kerf­un­um, í gegn­um niður­föll eða heima hjá fólki.

Sjór­inn aft­ur á móti hreinsi hratt líf­rænu efn­in og ör­ver­ur deyi inn­an nokk­urra klukku­stunda. „En það sem er kannski hvim­leitt er ruslið í fjör­unni en við erum líka með fólk sem vakt­ar fjör­urn­ar og hreins­ar þær.“

Veit­ur hafa biðlað til fólks að henda ekki rusli í kló­sett. Það sé ein­ung­is lík­am­leg­ur úr­gang­ur og sal­ern­ispapp­ír sem eigi er­indi þangað.

Heimild: Mbl.is