Reykjavíkurborg mun ráðast í átján framkvæmdir til að bæta umferðaröryggismál í borginni. Áætlaður kostnaður er 200 milljónir.
Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir vegna verkefnanna og er stefnt á útboð í september. Hluti framkvæmda hefjast á þessi ári og hinar á næsta ári.

Aðgerðirnar eru eftirfarandi:
- Ný gangbraut með upphækkun og gangbrautarlýsingu yfir Hofsvallagötu til móts við Vesturbæjarlaug. Aðkoma óvarinna vegfarenda framhjá bílastæðum Vesturbæjarlaugar bætt. Eitt hliðarstæði meðfram Hofsvallagötu fjarlægt og eitt stæði merkt fyrir hreyfihamlaða.
- Ný gangbraut, gangbrautarlýsing og gatnamótalagfæringar fyrir Holtsgötu til móts við Framnesveg.
- Ný gangbraut, gangbrautarlýsing og gatnamótalagfæringar yfir Öldugötu til móts við Framnesveg.
- Upphækkanir núverandi gangbrauta yfir Bólstaðarhlíð og Skipholt við Háteigsveg. Gangbrautarlýsing og gatnamótalagfæringar á Bólstaðarhlíð til mót við Háteigsveg.
- Ný gangbraut, upphækkun gagnbrautarlýsing og lagfæringar á sjónlengdum yfir Langholtsveg til móts við Langholtsveg 124.
- Fallvarnir við stíg meðfram Miklubraut við göngubrú til móts við Skeifuna.

- Hraðalækkandi kodda og lagfæring gangbrautarlýsingar á núverandi gangbraut yfir Bústaðaveg til móts við Landspítalann í Fossvogi.
- Fallvarnir við stíg meðfram Breiðholtsbraut til móts við Mjóddina, Árskóga.
- Færsla á þverun við Arnarbakka rétt austan Stekkjarbakka.
- Ný gangbraut með upphækkun og gangbrautarlýsingu yfir Jaðarsel til móts við Seljaskóla.
- Ný gangbraut með upphækkun og gangbrautarlýsingu yfir Norðurhóla til móts við Vesturhóla.
- Ný gangbraut með upphækkun og gangbrautarlýsingu yfir Krummahóla til móts við Vesturhóla.
- Lagfæringar gönguþverunar yfir Krókavað.
- Ný gangbraut með upphækkun og gangbrautarlýsingu yfir Norðlingabraut til móts við göngubrú yfir Breiðholtsbraut. Hraðalækkandi alda yfir Norðlingabraut til móts við göngubrú yfir Breiðholtsbraut.

- Hraðalækkandi koddar og bætt lýsing við gönguþverun yfir Borgarveg norðan Gufuneskirkjugarðs. Minniháttar lagfæringar á biðstöð Strætó.
- Lagfæring aðkomu stíga við undirgöng undir Víkurveg til móts við Egilshöll.
- Hraðalækkandi koddar ásamt bættri lýsingu og lagfæringu biðsvæða við Lambhagaveg norðan Reynisvatnsvegar.
- Ný gangbraut yfir Kollagrund, til móts við Klébergsskóla.

Heimild: Frettabladid.is