Home Fréttir Í fréttum Ráðist í 200 milljóna króna aðgerðir fyrir umferðaröryggi

Ráðist í 200 milljóna króna aðgerðir fyrir umferðaröryggi

114
0
Mynd: Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson

Reykjavíkurborg mun ráðast í átján framkvæmdir til að bæta umferðaröryggismál í borginni. Áætlaður kostnaður er 200 milljónir.

<>

Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir vegna verkefnanna og er stefnt á útboð í september. Hluti framkvæmda hefjast á þessi ári og hinar á næsta ári.

Yfirlitsmynd yfir aðgerðir sem Reykjavíkurborg ætlar að ráðast í. Mynd: Reykjavíkurborg

Aðgerðirnar eru eftirfarandi:

  • Ný gangbraut með upphækkun og gangbrautarlýsingu yfir Hofsvallagötu til móts við Vesturbæjarlaug. Aðkoma óvarinna vegfarenda framhjá bílastæðum Vesturbæjarlaugar bætt. Eitt hliðarstæði meðfram Hofsvallagötu fjarlægt og eitt stæði merkt fyrir hreyfihamlaða.
  • Ný gangbraut, gangbrautarlýsing og gatnamótalagfæringar fyrir Holtsgötu til móts við Framnesveg.
  • Ný gangbraut, gangbrautarlýsing og gatnamótalagfæringar yfir Öldugötu til móts við Framnesveg.
  • Upphækkanir núverandi gangbrauta yfir Bólstaðarhlíð og Skipholt við Háteigsveg. Gangbrautarlýsing og gatnamótalagfæringar á Bólstaðarhlíð til mót við Háteigsveg.
  • Ný gangbraut, upphækkun gagnbrautarlýsing og lagfæringar á sjónlengdum yfir Langholtsveg til móts við Langholtsveg 124.
  • Fallvarnir við stíg meðfram Miklubraut við göngubrú til móts við Skeifuna.
Göngubrú við Skeifuna, handrið meðfram fallhættu Mynd: Reykjavíkurborg
  • Hraðalækkandi kodda og lagfæring gangbrautarlýsingar á núverandi gangbraut yfir Bústaðaveg til móts við Landspítalann í Fossvogi.
  • Fallvarnir við stíg meðfram Breiðholtsbraut til móts við MjóddinaÁrskóga.
  • Færsla á þverun við Arnarbakka rétt austan Stekkjarbakka.
  • Ný gangbraut með upphækkun og gangbrautarlýsingu yfir Jaðarsel til móts við Seljaskóla.
  • Ný gangbraut með upphækkun og gangbrautarlýsingu yfir Norðurhóla til móts við Vesturhóla.
  • Ný gangbraut með upphækkun og gangbrautarlýsingu yfir Krummahóla til móts við Vesturhóla.
  • Lagfæringar gönguþverunar yfir Krókavað.
  • Ný gangbraut með upphækkun og gangbrautarlýsingu yfir Norðlingabraut til móts við göngubrú yfir Breiðholtsbraut. Hraðalækkandi alda yfir Norðlingabraut til móts við göngubrú yfir Breiðholtsbraut.
Íbúar í Norðlingaholti fá gangbrautarlýsingu yfir Norðlingabraut. Fréttablaðið/Haraldur Guðjónsson
  • Hraðalækkandi koddar og bætt lýsing við gönguþverun yfir Borgarveg norðan Gufuneskirkjugarðs. Minniháttar lagfæringar á biðstöð Strætó.
  • Lagfæring aðkomu stíga við undirgöng undir Víkurveg til móts við Egilshöll.
  • Hraðalækkandi koddar ásamt bættri lýsingu og lagfæringu biðsvæða við Lambhagaveg norðan Reynisvatnsvegar.
  • Ný gangbraut yfir Kollagrund, til móts við Klébergsskóla.
Gangbraut yfir Kollagrund til móts við Klébergsskóla. Mynd: Reykjavíkurborg

Heimild: Frettabladid.is