Home Fréttir Í fréttum Auglýsa þakíbúð á 35,4 milljarða í New York

Auglýsa þakíbúð á 35,4 milljarða í New York

239
0
Um er að ræða þakíbúð í fimmtándu hæstu byggingu heims. fréttablaðið/getty

Búið er að auglýsa eina dýrustu íbúð heims til sölu. Um er að ræða þakíbúð í Central Park Tower í New York sem er næsthæsta bygging Bandaríkjanna og fimmtánda hæsta bygging heims.

<>

Verðmiðinn er 250 milljónir dala sem gera íbúðina að dýrustu fasteign í sögu Bandaríkjanna.

Fjallað er um íbúðina á vef Wall Street Journal. Þar kemur fram að um sé að ræða þriggja hæða þakíbúð í 426 metra hæð á 129. til 131. hæð.

Í íbúðinni er útsýni yfir Central Park og er svæðið kallað milljarðarmæringagatan (e. Billionaires Row).

Íbúðin er 1625 fermetrar og er að finna sjö svefnherbergi, ellefu baðherbergi, tvo samkvæmissali ásamt 143 fermetra útisvæði.

Dýrasta fasteign í sögu Bandaríkjanna er 33,7 milljarða íbúð sem áhættufjárfestirinn Ken Griffin keypti í sama hverfi í New York.

Heimild: Frettabladid.is