Home Fréttir Í fréttum Húsið átti að kosta 225 milljónir en fór á 152 milljónir

Húsið átti að kosta 225 milljónir en fór á 152 milljónir

253
0
Húsið var málað í Sigvalda-litunum þegar það fór á sölu. Ljósmynd/Fredrik Holm

Vorið 2021 var glæsi­legt ein­býli aug­lýst til sölu. Húsið er við Skild­inga­nes í Reykja­vík og er 326,9 fm að stærð. Þetta fal­lega ein­býli var hannað af Sig­valda Thor­d­ar­syni arki­tekt en hug­verk hans hef­ur verið eft­ir­sótt hjá lands­mönn­um.

<>

Húsið við Skild­inga­nes var komið til ára sinna og var með göml­um gólf­tepp­um og upp­runa­leg­um inn­rétt­ing­um. Lit­rík vegg­fóður voru á veggj­um og loft­klæðning­ar orðnar gaml­ar og lún­ar. Þrátt fyr­ir að feg­urðin hafi verið alls­ráðandi þá var kom­inn tími á end­ur­bæt­ur því gól­f­efni og inn­rétt­ing­ar end­ast því miður ekki enda­laust. Ásett verð var 225 millj­ón­ir þegar það var fyrst aug­lýst til sölu.

Yngvi Örn Krist­ins­son er nýr eig­andi húss­ins en kaup­in fóru fram 10. maí síðastliðinn. Á þeim tíma sem húsið var á sölu lækkaði verðið tölu­vert því Yngvi Örn keypti húsið á 152 millj­ón­ir.

Heimild: Mbl.is