Home Fréttir Í fréttum Tóku tilboði sem var 800 milljónum hærra

Tóku tilboði sem var 800 milljónum hærra

360
0
Málið varðar leiguhúsnæði fyrir Vegagerðina. mbl.is/sisi

Verk­taka­fé­lagið K16 hef­ur stefnt ís­lenska rík­inu til viður­kenn­ing­ar bóta­rétt­ar vegna þeirr­ar ákvörðunar rík­is­ins að hafna til­boði stefn­anda í leigu­hús­næði fyr­ir Vega­gerðina sem hafi verið 800 millj­ón­um lægra en til­boðið sem var tekið.

<>

Aðalmeðferð í mál­inu fer fram í Héraðsdómi Reykja­vík­ur klukk­an 13.15 í dag.

Í stefn­unni sem mbl.is hef­ur und­ir hönd­um kem­ur fram að í júní 2018 hafi rík­is­kaup aug­lýst fyr­ir hönd rík­is­sjóðs eft­ir því að taka á lang­tíma­leigu til 20 ára hús­næði á höfuðborg­ar­svæðinu fyr­ir skrif­stof­ur og geymsl­ur ásamt úti­svæði fyr­ir Vega­gerðina en um­sjón­araðili var Fram­kvæmda­sýsla rík­is­ins.

Þá kem­ur fram að K16 hafi lagt inn lægsta til­boðið, Íshellu 1 í Hafnar­f­irði, og var leigu­verð á fer­metra 2.262 krón­ur og heild­ara­leiga á mánuði því 13.501.878 krón­ur.

Aft­ur á móti var ákveðið að taka til­boði Reg­ins hf. fyr­ir hönd RA 10 ehf fyr­ir hús­næði að Suður­hrauni 3, Garðabæ þar sem leiga var 2.650 kr. á mánuði á hvern fer­metra og heild­ar­leiga á mánuði því 15.800.000 kr. Hún hafi síðan verið hækkuð í 2.710 fyr­ir hvern fer­metra eða eða 16.174.990 kr á mánuði.

Mun­ur á þess­um tveim­ur til­boðum á leigu­tím­an­um er sam­kvæmt þessu 641.141.760 krón­ur. Enn frem­ur hafi verið hægt að fram­lengja samn­ing­inn um 5 ár og er mun­ur­inn á leigu því 778.669.080 krón­ur.

Hús­næði Reg­ins hafi ekki upp­fyllt kröf­ur

Í tölvu­pósti frá Rík­is­kaup­um kom fram að til­boði K16 hafi m.a. verið vísað frá á grund­velli staðsetn­ing­ar húss­ins og úti­svæðis á lóð. Lóðin upp­fyllti m.a. ekki stærðar­kröf­ur, húsið of stórt og ná­lægð við stofn­braut­ir, al­menn­ings­sam­göng­ur og þjón­ustu væri erfið norðan Íshellu á álags­tím­um.

K16 held­ur því hins veg­ar fram að hús­næðið og staðsetn­ing þess hafi upp­fyllt öll skil­yrði sem fram komu í hús­lýs­ingu og hús­rým­isáætl­un í aug­lýs­ingu Rík­is­kaupa. Hægt var að aðlaga hús­næði og lóð að öll­um kröf­um leigu­taka og að ít­rekað hafi verið bent á þetta í tölvu­póst­um til Rík­is­kaupa, Fram­kvæmda­sýslu rík­is­ins og Vega­gerðar.

Seg­ir að ís­lenska ríkið hafi kosið að hunsa þetta og ganga til samn­inga við Reg­inn. Ljóst sé þó að fram­boðið hús­næði Reg­ins hafi ekki upp­fyllt kröf­ur sem gerðar voru þegar til­boð var sett fram. Það hafi verið ráðist í mikla bygg­ingu við hús­næðið að Suður­hrauni 3 en þetta hafi K16 verið til­búið að gera en fyr­ir miklu lægra verð en því til­boði sem tekið var.

Eitt­hvað að fela

Kem­ur fram að K16 hafi ekki verið boðið til viðræðna um hús­næðið eins og Reg­inn hf. og ljóst sé að eft­ir­far­andi samn­ingaviðræður hafa farið fram eft­ir lok útboðsins þar sem samið er um veru­leg frá­vik. Jafn­ræði aðila er þannig fyr­ir borð borið enda gafst stefn­anda ekki færi á að koma að lag­fær­ing­um á til­boðinu í sam­ræmi við það.

Þá kem­ur fram að Reg­inn og Rík­is­kaup hafa alls ekki viljað að K16 fengi göng er vörðuðu málið og lagst gegn því að stefn­andi fengi aðgang að þeim. Það sé því ljóst að eitt­hvað er að fela.

K16 bygg­ir á því að hátt­semi ís­lenska rík­is­ins hafi verði ólög­mæt og brotið í bága við þær regl­ur sem gilda við útboð af þessu tagi og með því bakað sér skaðabóta­skyldu. Auk þess hafi ekki verði gætt jafn­ræðis né var gagn­sæi í útboðsferl­inu né held­ur voru meg­in­sjón­ar­mið um sam­skipta­regl­ur virt­ar.

Heimild: Mbl.is