Home Fréttir Í fréttum Kynlífstækjaverslun nú orðin leikskóli

Kynlífstækjaverslun nú orðin leikskóli

76
0
Ásýnd svæðisins er gjörbreytt eftir að nýr leikskóli hefur riskið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýr leik­skóli hef­ur risið á Klepps­vegi 150-152 fyr­ir Laug­ar­dal og hina nýju Voga­byggð. Þar var áður að finna marg­vís­lega starf­semi, svo sem kyn­líf­stækja­versl­un­in Adam og Evu og arki­tekta­stof­una Arkís.

<>

Borg­ar­ráð samþykkti á fundi sín­um í nóv­em­ber 2020 að kaupa hús­næði kyn­líf­stækja­versl­un­ar­inn­ar Adam og Evu á Klepps­vegi og ráðast í end­ur­gerð á reitn­um.

Í þessu húsi við Klepps­veg 152 var um skeið rek­in kyn­líf­stækja­versl­un und­ir heit­inu Adam og Eva mbl.is/​Sig­trygg­ur Sig­tryggs­son

End­ur­gerð bygg­ing­ar­inn­ar er til­nefnd til Grænu skófl­unn­ar, sem er virt viður­kenn­ing Grænni byggðar fyr­ir mann­virki sem byggt hef­ur verið með vist­væn­um og sjálf­bær­um áhersl­um.

Unnið er að BREEAM sjálf­bærni­vott­un og er stefnt að því að end­ur­gerð bygg­ing­ar­inn­ar hljóti þar ein­kunn­ina ‚Very good‘ en heild­stætt og nátt­úru­legt út­lit ein­kenn­ir bygg­ing­una.

Lokafram­kvæmd­ir eru nú á leik­skól­an­um sem hef­ur nú þegar hafið starf­semi. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Leik­skól­inn var byggður með vist­væn­um og sjálf­bær­um áhersl­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Mikl­um fjár­mun­um hef­ur verið varið í verk­efnið en Reykja­vík­ur­borg keypti fast­eign­irn­ar á Klepps­vegi 150 og 152 á sam­tals rúm­lega 642 millj­ón­ir króna. Kostnaðaráætl­un við upp­bygg­ingu leik­skól­ans við Klepps­veg hljóðaði upp á rúm­ar 837 millj­ón­ir en Þarfaþing átti lægsta til­boðið sem var 110% af kostnaðaráætl­un eða 927.073,459.

Heimild: Mbl.is