Home Fréttir Í fréttum Svæðið sem byggt verður upp við Tollhúsið í Reykjavík fær nafnið Hafnartorg

Svæðið sem byggt verður upp við Tollhúsið í Reykjavík fær nafnið Hafnartorg

111
0
Svæðið sem byggt verður upp við Tollhúsið í Reykjavík fær nafnið Hafnartorg. Lokið hefur verið við hönnun þess og nú þegar er mikil eftirspurn eftir verslunarplássum

Sjö hús verða reist við Tollhúsið og hefur fasteignafélagið Reginn keypt jarðhæðir húsanna. Gísli Steinar Gíslason, stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags, segir að mikil eftirspurn sé eftir verslunarplássum

<>

Landstólpi vann hugmyndina og útlit húsanna með PK arkitektum. Skipulagsyfirvöld borgarinnar hafa samþykkt teikningar og byggingaráform. Hugmyndin snýst um að tengja reitinn í allar áttir, að gamla bænum, að Hörpu og út í Vesturhöfnina.

„Það varð fyrir valinu að skíra þetta Hafnartorg, þessa þyrpingu sem er að bætast núna við miðbæinn og við erum sem sagt að reyna að vinna með söguna í því.“

„Þetta verður einn þriðji íbúðir, einn þriðji skrifstofur og einn þriðji verslun og Reginn hefur keypt allar jarðhæðir og hluta af annarri hæð og þar munu þeir vera með mjög metnaðarfull áform um að efla verslun í miðbænum.“

Viðræður standa yfir milli innlendra ogerlendra fyrirtækja sem vilja hefja verslunarrekstur á svæðinu. Vanda á valið og stefnt að góðrei samsetningu fyrirtækja.

„Mér skilst að eftirspurnin sé mikil og það er bara gleðilegt fyrir miðbæinn.“

Hafnargarðarnir margumræddu verða í bílakjallaranum og verða sýnilegir úr göngugötu sem sker reitinn. Bílakjallarinn er sameiginlegur með Hörpu og tekur um 1000 bíla.
Byggingarframkvæmdir hefjast þegar búið er að fjarlægja hafnargarðana sem verða geymdir úti í Örfirisey. Kostnaður við þá er áætlaður 500 milljónir en ekki er búið að ákveða hver beri þann kostnað.

„Við ákváðum að setja það til hliðar að svo stöddu. Við munum framkvæma það sem Minjastofnun óskar eftir að gera en áskiljum okkur rétt að sækja bætur fyrir það síðar meir.“

Áætluð verklok eru á vormánuðum 2018 og er fullbúið svæðið metið á 10 milljarða.
Heimild: Rúv.is