Garðabær, Veitur ohf, HS Veitur, Ljósleiðarinn ehf og Míla ehf. óska eftir tilboðum í verkið: Álftanes, Miðsvæði – Svæði 2 – Krókur, Gatnagerð og lagnir.
Garðabær, Veitur ohf, HS Veitur, Ljósleiðarinn ehf og Míla ehf. óska eftir tilboðum í verkið:
Álftanes, Miðsvæði – Svæði 2 – Krókur, Gatnagerð og lagnir.
Samþykkt deiliskipulag Króks á Álftanesi gerir ráð fyrir uppbyggingu á 52 raðhúsalóðum við tvær nýjar götur, Gásamýri og Svanamýri. Verkið felst í nýbyggingu gatna, stíga og gangstétta, lagningu fráveitukerfis og mótun og frágangur ofanvatnsrása. Verktaki skal einnig annast alla vinnu við lagnir veitufyrirtækja á svæðinu.
Helstu magntölur eru:
- Gröftur………………………………….. 17.000m3
- Gröftur fyrir veitulögnum………… 3.600m3
- Fylling og burðarlög……………….. 21.000m3
- Losun á klöpp í skurðum ……….. 280m3
- Fráveitulagnir………………………… 1.260m
- Vatnsveitulagnir…………………….. 930m
- Hitaveitulagnir………………………. 1.980m
- Strenglagnir………………………….. 2.950m
- Malbikun……………………………….. 465m2
- Þökulögn……………………………….. 2.600m2
Útboðsgögn má nálgast hér á vef Garðabæjar frá og með föstudeginum 9. september, 2022.
Tilboð skulu hafa borist rafrænt á utbod@verkis.is, þriðjudaginn 28. september 2022, kl. 14.00, sjá nánar í kafla 0.4.7 í útboðs- og verklýsingu.