Home Í fréttum Niðurstöður útboða Engin tilboð bárust í nýja byggingu við Ás

Engin tilboð bárust í nýja byggingu við Ás

238
0
Til stendur að stækka hjúkrunarheimilið Ás með nýrri byggingu til að bæta aðstöðu heimilisfólks. Facebook

Eng­in til­boð bár­ust í bygg­ingu nýs 22 rýma heim­il­is við dval­ar- og hjúkr­un­ar­heim­ilið Ás í Hvera­gerði, en verkið var boðið út af Rík­is­kaup­um í sum­ar.

<>

Til stend­ur að stækka hjúkr­un­ar­heim­ilið með nýrri bygg­ingu til þess að bæta aðstöðu heim­il­is­fólks og að út­rýma tví­býl­um í fram­hald­inu.

Sunn­lenska grein­ir frá, en niður­stöður útboðsins lágu fyr­ir á mánu­dag­inn. Gert var ráð fyr­ir að nýja heim­ilið yrði tekið í notk­un á næsta ári.

Gísli Páll Páls­son, for­stjóri Grund­ar­heim­il­anna, seg­ir þetta veru­legt bak­slag og að lík­lega verði eins árs töf á verk­inu. Von­ar hann að spenn­an á bygg­ing­ar­markaði minnki.

Heimild: Mbl.is