Home Fréttir Í fréttum Stökk­breyting á kostnaði við nýtt hjúkrunar­heimili

Stökk­breyting á kostnaði við nýtt hjúkrunar­heimili

225
0
Hið nýja hjúkrunarheimili verður byggt norðan við Hvamm og Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Mynd/Norðurþing

Nýtt hjúkrunar­heimili á Húsa­vík sem átti að kosta 2,2 milljarða mun kosta rúma 5,3 sam­kvæmt nýrri á­ætlun. Aukin hlut­deild hefur verið sett á sveitar­fé­lögin og hefur þeirra kostnaður fjór­faldast.

<>

Sveitar­fé­lögin í Þing­eyjar­sýslum sjá fram á stökk­breytingu kostnaðar vegna nýs hjúkrunar­heimilis á Húsa­vík. Það er ríkið sem sér um verk­kaupin. Verk­efni sem átti að kosta sveitar­fé­lögin 330 milljónir árið 2019 stefnir nú í 1,2 milljarða króna og byggingin sjálf er ekki hafin.

„Við eigum eftir að fara í frekari sam­töl við ráðu­neytið út af þessu,“ segir Hjálmar Bogi Haf­liða­son, for­seti sveitar­stjórnar og odd­viti Fram­sóknar­flokksins. Þegar hann sat í minni­hluta sveitar­stjórnar gagn­rýndi hann skiptingu kostnaðar, en eftir sveitar­stjórnar­kosningarnar í vor er hann kominn í meiri­hluta.

Í febrúar árið 2019 sömdu sveitar­fé­lögin Norður­þing, Tjör­nes­hreppur, Þing­eyjar­sveit og Skútu­staða­hreppur við heil­brigðis­ráðu­neytið um upp­byggingu nýs 60 rýma hjúkrunar­heimilis á Húsa­vík. Átti það að leysa eldra hús­næði, Hvamm, af hólmi en það þótti ekki upp­fylla nú­tíma­kröfur. Á­ætlað var að heildar­kostnaður yrði 2,2 milljarðar og sveitar­fé­lögin myndu greiða 15 prósent, eða 330 milljónir króna.

Miðað við þetta var kostnaður Norður­þings um 250 milljónir, Þing­eyjar­sveitar og Skútu­staða­hrepps (sem hafa nú sam­einast) um 76 milljónir og Tjör­nes­hrepps, sem telur 60 íbúa, 3 milljónir.

Kostnaðar­á­ætlunin hefur hins vegar rokið upp, nú síðast um þriðjung, og í dag stendur verkið í rúmum 5,3 milljörðum króna. Það eina verk­lega sem hefur verið fram­kvæmt er jarð­vinnan, það er að grafa stóra holu fyrir grunninn norðan við Hvamm sem kostaði nokkra tugi milljóna króna.

Stór breyting fyrir sveitar­fé­lögin er að hlutur þeirra hefur hækkað úr 15 prósentum í rúm­lega 23. Það er að sveitar­fé­lögin eru látin greiða tengi­byggingu úr nýja hjúkrunar­heimilinu yfir í Hvamm og Heil­brigðis­stofnun Norður­lands þar sem eld­húsið er.

„Eins og staðan er í dag eiga sveitar­fé­lögin að borga tengi­ganginn að fullu, sem ég hef gagn­rýnt,“ segir Hjálmar. „Mér finnst ó­eðli­legt að sveitar­fé­lögin séu að kosta þetta.“

Laus­lega reiknað er kostnaður sveitar­fé­laganna því kominn upp í rúm­lega 1,2 milljarða króna. Þar af um 935 milljónir á Norður­þing, 283 á Þing­eyjar­sveit og rúmar 12 á Tjör­nes­hrepp. Þetta er um fjór­föld kostnaðar­aukning frá upp­runa­legu á­ætlununum og hækkunin sjálf í kringum 200 þúsund krónur á hvern íbúa í sveitar­fé­lögunum.

Hin nýja kostnaðar­á­ætlun ráðu­neytisins fer núna fyrir sam­ræmingar­nefnd um opin­berar fram­kvæmdir. Hjálmar býst við að út­boð geti hafist í kringum ára­mótin. Þrátt fyrir þessar miklu hækkanir sé enn hugur í sveitar­stjórnar­fólki að hefjast handa. „Sveitar­fé­lögin eru öll sam­mála um að halda á­fram með þetta verk­efni.“

Svör hafa ekki borist frá heil­brigðis­ráðu­neytinu við fyrir­spurn Frétta­blaðsins.

Heimild: Frétta­blaðið.is

Loading..