Home Fréttir Í fréttum KSK byggir verslunar- og þjónustukjarna við Flugstöð Leifs Eiríkssonar – Opnar 2017

KSK byggir verslunar- og þjónustukjarna við Flugstöð Leifs Eiríkssonar – Opnar 2017

284
0
Rósasel

Kaupfélag Suðurnesja mun í vor hefja byggingu á stórum verslunar- og þjónustukjarna á tuttugu þúsund fermetra lóð við hringtorg næst Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Kaupfélagið vinnur að verkefninu í samvinnu við Sveitarfélagið Garð en byggingarsvæðið er í landi þess. Nafn verslunar- og þjónustukjarnans verður Rósasel en Rósaselsvötn eru skammt frá.

<>

„Því hefur lengi verið spáð að mikil uppbygging ætti eftir að eiga sér stað í framtíðnni meðfram Reykjanesbrautinni, umferðaræðinni sem liggur til og frá flugstöðinni. Uppbygging þjónustukjarnans er fyrsta merkið um að sú þróun sé loks hafin og er í takti við öra þróun ferðaþjónustunnar,“ segir Skúli Skúlason.
Þjónustuskjarninn mun stórbæta aðstöðu í næsta nágrenni flugvallarins en mikill fjöldi ferðamanna tekur við bílaleigubílum í flugstöðinni og í nágrenni hennar.

Skúli segir að við val á staðsetningu hafi verið hugað að mörgum þáttum, s.s. framtíðarskipulagi Keflavíkurflugvallar (sem kynnt var í haust), svæðaskipulagi, aðalskipulagi bæjarfélaganna, umferðarspá, hljóðvist, hæð bygginga vegna flugvallarins, stækkunarmöguleikum og veðri.

Í verslunar- og þjónustumiðstöðinni Rósaseli verður m.a. Nettó verslun, kaffihús, veitingastaðir, ferðatengd verslun, bensínstöð, þjónusta við bíleigendur og aðstaða fyrir bílaleigur.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á fyrri hluta árs 2016 og að þeim ljúki á árinu 2017. Það fer þó allt eftir umfangi og lokahönnun bygginga.

Um er að ræða fyrsta stóra uppbyggingarverkefnið utan flugvallarsvæðisins frá því hin mikla aukning ferðamanna hófst. Skúli segir að miklir möguleikar séu taldir felast í uppbyggingu í þjónustu við flugvöllinn, starfsmenn sem sækja vinnu þar og ferðamenn að koma til landsins og á leið utan. Þá er ónefndar margar þúsundir starfsmanna í og við flugstöðina en þeir eru áætlaðir yfir 5 þúsund manns að því er kom fram hjá forstjóra Isavia við kynningu á masterplani Keflavíkurflugvallar nýlega. Fjöldi starfsmanna mun einnig hefja störf í Helguvík á komandi árum.

Heimild: VF.is