Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Ístak skrifar undir tvo nýja verksamninga við Félagsstofnun Stúdenta

Ístak skrifar undir tvo nýja verksamninga við Félagsstofnun Stúdenta

476
0
Á meðfylgjandi mynd sjást þau Guðrún Björnsdóttir framkvæmdastjóri FS og Karl Andreassen forstjóri Ístaks handsala samninginn.

Síðast liðinn fimmtudag, þann 1. september voru undirritaðir tveir nýjir verksamningar við Félagsstofnun Stúdenta.

Þar er um að ræða nýbyggingu að Lindargötu 44 þar sem byggðar verða 10 nýjar stúdentaíbúðir í þriggja hæða húsi, sirka 570 m2.

Nýbygging við Lindargötu 44

Þetta verk er hafið og á að ljúka þann 31. júlí 2023. Húsið er byggt úr forsteyptum einingum sem verið er að steypa í steypuskála Ístaks.

Jarðvinnu verkstjóri er Barði Kristjánsson og verkstjóri í uppsteypu á sökklum og kjallara er Slawomir Droby. Staðarstjóri er Ingimundur Þorsteinsson.

Leikskóli við Eggertsgötu 12-14, Leikgarði

Síðan er það stækkun á leikskóla við Eggertsgötu 12-14, Leikgarði.

Verkið hefst fljótlega. Verkinu á að ljúka ca 1. sepember 2023. um er að ræða 770 m2 viðbyggingu.

Ingimundur Þorsteinsson verður staðarstjóri.

Heimild: Istak.is