Home Fréttir Í fréttum Nýr vetrargarður mótaður í Breiðholti

Nýr vetrargarður mótaður í Breiðholti

241
0
Svæðið hefur verið vinsælt á veturna. Þarna eru brekkur sem henta vel fyrir byrjendur í skíðaíþróttinni. Aðstaðan mun batna til muna. Ljósmynd/ÍTR

Fram­kvæmd­ir hefjast fljót­lega við svo­nefnd­an „vetr­arg­arð“ efst í Selja­hverfi í Breiðholti, þar sem hægt verður að skipu­leggja alls kyns íþrótta­mót og aðra viðburði all­an árs­ins hring. Þetta svæði hef­ur verið vin­sælt hjá ung­um sem öldn­um á vet­urna.

<>

Skipu­lags­full­trúi Reykja­vík­ur hef­ur samþykkt um­sókn skrif­stofu fram­kvæmda og viðhalds, dag­setta 8. júlí 2022 sl., um fram­kvæmda­leyfi.

Leyfið felst í mót­töku á jarðvegi og mót­un skíðabrekkna og lands inn­an svæðis­ins. Jarðveg­ur verður flutt­ur á svæðið á tíma­bil­inu sept­em­ber/​októ­ber 2022 til loka júní 2023. Vega­gerðin set­ur það skil­yrði að yf­ir­borðið á því svæði, þar sem nýr og óhul­inn jarðveg­ur er, verði ryk­bundið

Heimild: Mbl.is