
Framkvæmdir hefjast fljótlega við svonefndan „vetrargarð“ efst í Seljahverfi í Breiðholti, þar sem hægt verður að skipuleggja alls kyns íþróttamót og aðra viðburði allan ársins hring. Þetta svæði hefur verið vinsælt hjá ungum sem öldnum á veturna.
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur samþykkt umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dagsetta 8. júlí 2022 sl., um framkvæmdaleyfi.
Leyfið felst í móttöku á jarðvegi og mótun skíðabrekkna og lands innan svæðisins. Jarðvegur verður fluttur á svæðið á tímabilinu september/október 2022 til loka júní 2023. Vegagerðin setur það skilyrði að yfirborðið á því svæði, þar sem nýr og óhulinn jarðvegur er, verði rykbundið
Heimild: Mbl.is