Home Fréttir Í fréttum Rúnar og Jón Freyr til liðs við GG Verk

Rúnar og Jón Freyr til liðs við GG Verk

350
0
Ljósmynd: Aðsend mynd

Rúnar Ólafsson og Jón Freyr Sigurðsson hafa verið ráðnir í yfirstjórnendahóp GG Verk. Þetta kemur fram í tilkynningu. Um leið og Rúnar tekur við nýju starfi hjá GG sem framkvæmdastjóri byggingasviðs, lætur hann af störfum hjá Landsbankanum, þar sem hann hefur starfað sem sérfræðingur frá 2012 á sviði mannvirkjafjármögnunar og við endurskipulagningu eigna.

<>

Rúnar mun starfa náið með Helga Gunnarssyni, framkvæmdastjóra GG við stýringu og samþættingu á byggingasviði, sem er jafnframt kjarnasvið félagsins.

Á sama tíma tekur Jón Freyr við starfi gæða- og öryggisstjóra félagsins en GG var annað byggingafélagið á landinu til að öðlast ISO9001 gæðavottun árið 2015.

Jón Freyr starfaði sem gæða- og öryggisstjóri hjá Ístak á árunum 2014-2018 og síðan gæðastjóri hjá Mannvirkjastofnun en hefur á síðustu árum leitt eftirlit með fagaðilum í mannvirkjagerð hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS).

Brynhildur S. Björnsdóttir, stjórnarformaður GG Verk:

„Við erum að horfa á 50% stækkun á þessu ári í veltu og margföldun á starfsmannafjölda og því sérlega mikilvægt fyrir okkur að hafa rétt fólk í réttum sætum. Rúnar og Jón Freyr eru með ómetanlega reynslu og þekkingu sem kemur til með að nýtast okkur vel í að tryggja áframhaldandi öryggi fyrir fólkið okkar og gæðaframleiðslu á þessu vaxtaskeiði félagsins.“

Heimild:Vb.is