Ný efnisvinnsla Björgunar hf. í Álfsnesi við Kollafjörð verður gangsett í næstu viku. Niðri við sjó á þessum slóðum hefur verið útbúinn hundrað metra langur viðlegukantur en þangað koma að landi skip sem sækja möl og sand í neðansjávarnámur í Hvalfirði og á Faxaflóa.
Efninu, hundruðum þúsunda tonna á ári, verður dælt í land og því svo mokað á tæki og færibönd til fullvinnslu og hreinsunar.
Fara þurfti í umfangsmikla jarðvinnu og landmótun á Álfsnesi til að útbúa athafnasvæðið þar. Í því skyni voru sprengdar niður klappir og losað um grjót, sem aftur nýttist til hafnargerðar.
Heimild: Mbl.is