Home Fréttir Í fréttum Milljarða króna framkvæmd senn í gagnið

Milljarða króna framkvæmd senn í gagnið

273
0
Hörpur, myllur og færibönd á hinu nýja athafnasvæði. mbl.is/Sigurður Bogi

Ný efn­is­vinnsla Björg­un­ar hf. í Álfs­nesi við Kolla­fjörð verður gang­sett í næstu viku. Niðri við sjó á þess­um slóðum hef­ur verið út­bú­inn hundrað metra lang­ur viðlegukant­ur en þangað koma að landi skip sem sækja möl og sand í neðan­sjáv­ar­nám­ur í Hval­f­irði og á Faxa­flóa.

<>
Þor­steinn Víg­lunds­son er fram­kvæmda­stjóri Horn­steina hf. sem er móður­fé­lag Björg­un­ar. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Efn­inu, hundruðum þúsunda tonna á ári, verður dælt í land og því svo mokað á tæki og færi­bönd til full­vinnslu og hreins­un­ar.

Skip við viðlegukant­inn nýja, sem verður til­bú­inn að næstu mánuðum. Morg­un­blaðið/​Sig­urður Bogi

Fara þurfti í um­fangs­mikla jarðvinnu og land­mót­un á Álfs­nesi til að út­búa at­hafna­svæðið þar. Í því skyni voru sprengd­ar niður klapp­ir og losað um grjót, sem aft­ur nýtt­ist til hafn­ar­gerðar.

Heimild: Mbl.is