Home Fréttir Í fréttum Vilja stórspennta íþróttahöll í Hveragerði

Vilja stórspennta íþróttahöll í Hveragerði

260
0
Mynd: Guðmundur Bergkvist - RÚV
Tillögur hönnunarhóps um nýja Hamarshöll, íþróttahúss í Hveragerði, gera ráð fyrir að þar rúmist knattspyrnuvöllur, fjölnöta íþróttagólf, fimleikaaðstaða, áhorfendastúkur sem rúma 400-600 manns og vegleg móttöku.

Auk þess er gert ráð fyrir að í nýju höllinni verði skrifstofu- og fundarrými, aðstaða fyrir kylfinga og átta holu púttvöllur, aðstaða til styrktarþjálfunar, aðstaða fyrir starfsmenn, tæknirými og geymslurými fyrir búnað.

<>

Tillögur hönnunarhópsins má sjá á vef Hveragerðisbæjar, þar sem segir að ný Hamarshöll skuli gerð úr föstum efnum. Hamarshöllin sem áður stóð í útjaðri bæjarins var uppblásin, reist árið 2012, og fauk í óveðri í febrúar á þessu ári. Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar lagði til að byggð yrði ný Hamarshöll úr steypu og stáli, sem hugsuð yrði til framtíðar. Minnihluti Sjálfstæðisflokks lagði til að önnur uppblásin höll myndi rísa.

Í tillögunum segir einnig að til viðbótar sé lagt til að nýrri höll verði skipt upp í stórspennta íþróttahöll og síðan viðbyggingu sem rúmi skrifstofur og þjónusturými. Þá skuli knattspyrnuvöllur vera kaldara rými, 10-18 gráður, og nýtast til stærri viðburða eins og tónleika. Lagt er til að verkið verði boðið út í tveimur áföngum.

Heimild: Ruv.is