Home Fréttir Í fréttum Verkið á áætlun

Verkið á áætlun

305
0
Verkið er tekið í áföngum og eitt styður annað í löngu ferli. mbl.is/Hákon Pálsson

Starfs­menn verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Eykt­ar vinna þessa dag­ana að upp­steypu á meðferðar­kjarna nýs Land­spít­ala og er fram­gang­ur verks­ins sam­kvæmt áætl­un.

<>

Í fram­vindu verks­ins hafa komið upp mörg óvænt mál sem leysa þurfti úr, að sögn Gunn­ars Svavars­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Nýs Land­spít­ala ohf. Stálfram­boð hafi til dæm­is breyst mikið á umliðnum mánuðum vegna inn­rás­ar Rússa í Úkraínu. Stríðsrekst­ur­inn hafi haft mik­il áhrif á all­an bygg­ing­ar­markaðinn.

Um þess­ar mund­ir er unnið að ýms­um verk­efn­um sem lúta að hönn­un á nýju húsi fyr­ir heil­brigðis­vís­inda­svið Há­skóla Íslands. Sú bygg­ing mun tengj­ast svo­nefnd­um Læknag­arði í Vatns­mýri.

Í næstu viku skrif­ar heil­brigðisráðherra und­ir samn­ing um fullnaðar­hönn­un á 3.800 fer­metra ný­bygg­ingu við end­ur­hæf­ing­ar­deild­ina á Grens­ási í Reykja­vík. Þá stend­ur einnig yfir vinna við stoðbygg­ing­ar nýja spít­al­ans, það er geymslu­hús, flokk­un­ar­stöð og eld­hús. Öll þau verk­efni eru á fullri ferð, en gert er ráð fyr­ir að tækja­væðing og flutn­ing­ur á spít­al­ann verði á ár­un­um 2027 og 2028.

Heimild: Mbl.is