Home Fréttir Í fréttum Tuttugu milljarðar fást fyrir jarðefni

Tuttugu milljarðar fást fyrir jarðefni

308
0
Litla Sandfell verður tekið að hluta eða öllu leyti og notað við sementsframleiðslu í Þýskalandi. mbl.is/Helgi Bjarnason

Útflutn­ing­ur á jarðefn­um mun inn­an fárra ára skila yfir 20 millj­örðum í út­flutn­ings­tekj­ur á ári, ef þau miklu áform um út­flutn­ing á vikri af Mýr­dalss­andi og mó­bergi úr fjalli í Þrengsl­un­um verða að veru­leika. Nú er nokkuð af Heklu­vikri selt úr landi en magn út­fluttra jarðefna mun meira en tutt­ugufald­ast ef áform ganga eft­ir.

<>

Stærstu verk­efn­in eru út­flutn­ing­ur EP Power Miner­als á Kötlu­vikri úr námu á Mýr­dalss­andi og út­flutn­ing­ur Eden Min­ing og Heidel­berg-sements­fram­leiðand­ans á efni sem unnið er úr mó­bergi úr Litla-Sand­felli í Ölfusi. Útflutn­ing­ur þessarra tveggja fyr­ir­tækja verður yfir tvær millj­ón­ir rúm­metra þegar starf­sem­in verður kom­in á fullt skrið.

Dreg­ur úr út­blæstri
Jarðefn­in á að nota til íblönd­un­ar við sements­fram­leiðslu í Evr­ópu. Mik­il los­un gróður­húsaloft­teg­unda fylg­ir fram­leiðslunni og dregið hef­ur úr fram­boði íblönd­un­ar­efna sem notuð hafa verið.

Með því að blanda unn­um Kötlu­vikri eða mó­bergi frá Íslandi í sementið er hægt að draga úr fram­leiðslu á sements­gjalli og minnka los­un óæski­legra loft­teg­unda. Aka þarf með Kötlu­vik­ur­inn af Mýr­dalss­andi til Þor­láks­hafn­ar og dreg­ur sá akst­ur úr ávinn­ingi fyr­ir um­hverfið. Hef­ur akst­ur­inn verið gagn­rýnd­ur vegna áhrifa á um­ferð og vegi, eins og fram hef­ur komið. Stutt­ur akst­ur er með efnið úr Litla-Sand­felli og ekki um byggð að fara.

Um­svif í Þor­láks­höfn
Heidel­berg hyggst reisa stóra verk­smiðju við höfn­ina í Þor­láks­höfn til að vinna íblönd­un­ar­efni úr mó­berg­inu fyr­ir út­flutn­ing. Vinnsl­an verður öll inn­an­húss. Mun það skapa mik­il um­svif í bæn­um. Bæj­ar­stjór­inn seg­ir að ef af því verði þurfi að stækka höfn­ina enn frek­ar.

Heimild: Mbl.is